Viðskipti innlent

Eignir tryggingarfélaga lækkuðu milli mánaða

Heildareignir tryggingarfélaganna námu 135,8 milljörðum kr. í lok nóvember og lækkuðu um 0,3 milljarða kr. milli mánaða.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að handbært fé nam 17,1 milljarði kr. og lækkaði um 1,2 milljarða kr. í nóvember. Önnur útlán lækkuðu um 1,9 milljarða kr. milli mánaða sem skýrist af því að mikill fjöldi trygginga er endurnýjaður í janúar en tryggingartakar geta dreift iðgjöldunum yfir árið og því verður krafan hæst í janúar en fer svo lækkandi.

Verðtryggð markaðsskuldabréf námu 43,1 milljarði kr. í lok nóvember og hækkuðu um 3,5 milljarða kr. frá fyrra mánuði. Eigið fé hækkaði um 1,1 milljarð kr. og nam 57,2 milljörðum kr. í lok nóvember.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×