Sigurjón Kjartansson: Fyndin alvara Sigurjón Kjartansson skrifar 18. maí 2010 09:18 Í umræðunni undanfarna daga hefur komið fram sú tilhneiging stjórnmálamanna og stjórnmálafræðinga að afskrifa Besta flokkinn sem grín-framboð, og að vinsældir hans sé fyrst og fremst hægt að skrifa á óánægju kjósenda með gömlu flokkana og stjórnmál almennt. En þessi rök halda engu vatni. Það þarf að fara ansi langt aftur í söguna til að finna jafn mikið fylgi við nýjan flokk og Besta flokkinn nú og afhverju? Jú vegna þess að nú fyrst er Reykvíkingum sannarlega boðinn besti kosturinn. Og þó ýmsir á listanum hafi stundum beitt fyrir sig gríni, þá helst formaðurinn sem er annálaður grínisti, þá þýðir það ekki að um grínframboð sé að ræða. Listi Besta flokksins samanstendur af skapandi fólki sem er full alvara með að gera Reykjavík að betri borg. Margt af þessu fólki eru þjóðþekktir listamenn sem hafa mikla reynslu í að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Mun betri reynslu en þeir borgarfulltrúar sem nú sitja í borgarstjórn. Þetta er fólk sem hefur reynslu af því að reka sig sjálft sem sjálfstæðir atvinnurekendur. Þekkir muninn á debet og kredit. Kann að koma fyrir sig orði. Hugsandi fólk með mikla sköpunargáfu sem lætur ekkert stoppa sig. En veit þetta fólk nokkuð hvað það ætlar svo að gera þegar það kemur inní borgarstjórn? Er spurningin sem svo margir velta upp. Svarið er já. Þetta fólk mun gera sitt besta. Ekki ósvipað og annað fólk sem kosið hefur verið í borgarstjórn í gegnum tíðina. Munurinn er hinsvegar mikill á Besta flokks besta og annara flokka besta. Fulltrúar Besta flokksins taka því sem að höndum ber og munu vinna að þeim verkefnum sem við blasa af sömu samviskusemi og dugnaði og það er vant að gera í öðrum störfum. Besti flokkurinn samanstendur af fólki sem er vant því að vinna að mörgum verkefnum í einu og kann að skipuleggja sig. Flokkurinn er fullur af harðduglegu fólki sem kemur úr ýmsum áttum og þekkir borgina eins og lófan á sér. Borgarbúar munu venjast því að sjá og heyra Óttarr Proppé syngja eins og engill með hljómsveitum eins og Ham, Dr. Spock eða Rass áður en hann hleypur uppí Ráðhús á borgarráðsfund. Ef Jón Gnarr verður borgarstjóri munu borgarbúar fá fyndnasta borgarstjóra heims, sem mun örugglega halda áfram að gleðja sjónvarpsáhorfendur og/eða bíógesti í einhverju snilldarverkinu. Við getum líka alveg eins búist við að heyra rödd hans í sínum eigin útvarpsþætti reglulega. Hann mun jafnframt vera líklegur til að leika á sviði og skrifa leikrit þegar hann er ekki að sinna skildum sínum sem borgarstjóri. Jón Gnarr er um þessar mundir hirðskáld Borgarleikhússins. Hæg verða heimatökin hjá leikhúsi borgarinnar að setja upp leikrit eftir borgarstjórann sjálfan. Það er mjög grunnhyggið að halda því fram að grínistar kunni ekkert annað en að grínast. Sá sem skrifar og flytur grín lifir alveg jafn miklu alvöru lífi og sá sem gerir eitthvað annað. Dagurinn er sá sami. Samfélagið er það sama. Borgin er sú sama. Grínistinn er ekkert síður til þess fallinn að stjórna borginni en stjórnmálafræðingurinn, lögfræðingurinn eða læknirinn. Kæri kjósnandi. Framboð Besta flokksins er ekki grín. Það er hinsvegar skemmtileg og mjög fyndin alvara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Kjartansson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Í umræðunni undanfarna daga hefur komið fram sú tilhneiging stjórnmálamanna og stjórnmálafræðinga að afskrifa Besta flokkinn sem grín-framboð, og að vinsældir hans sé fyrst og fremst hægt að skrifa á óánægju kjósenda með gömlu flokkana og stjórnmál almennt. En þessi rök halda engu vatni. Það þarf að fara ansi langt aftur í söguna til að finna jafn mikið fylgi við nýjan flokk og Besta flokkinn nú og afhverju? Jú vegna þess að nú fyrst er Reykvíkingum sannarlega boðinn besti kosturinn. Og þó ýmsir á listanum hafi stundum beitt fyrir sig gríni, þá helst formaðurinn sem er annálaður grínisti, þá þýðir það ekki að um grínframboð sé að ræða. Listi Besta flokksins samanstendur af skapandi fólki sem er full alvara með að gera Reykjavík að betri borg. Margt af þessu fólki eru þjóðþekktir listamenn sem hafa mikla reynslu í að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Mun betri reynslu en þeir borgarfulltrúar sem nú sitja í borgarstjórn. Þetta er fólk sem hefur reynslu af því að reka sig sjálft sem sjálfstæðir atvinnurekendur. Þekkir muninn á debet og kredit. Kann að koma fyrir sig orði. Hugsandi fólk með mikla sköpunargáfu sem lætur ekkert stoppa sig. En veit þetta fólk nokkuð hvað það ætlar svo að gera þegar það kemur inní borgarstjórn? Er spurningin sem svo margir velta upp. Svarið er já. Þetta fólk mun gera sitt besta. Ekki ósvipað og annað fólk sem kosið hefur verið í borgarstjórn í gegnum tíðina. Munurinn er hinsvegar mikill á Besta flokks besta og annara flokka besta. Fulltrúar Besta flokksins taka því sem að höndum ber og munu vinna að þeim verkefnum sem við blasa af sömu samviskusemi og dugnaði og það er vant að gera í öðrum störfum. Besti flokkurinn samanstendur af fólki sem er vant því að vinna að mörgum verkefnum í einu og kann að skipuleggja sig. Flokkurinn er fullur af harðduglegu fólki sem kemur úr ýmsum áttum og þekkir borgina eins og lófan á sér. Borgarbúar munu venjast því að sjá og heyra Óttarr Proppé syngja eins og engill með hljómsveitum eins og Ham, Dr. Spock eða Rass áður en hann hleypur uppí Ráðhús á borgarráðsfund. Ef Jón Gnarr verður borgarstjóri munu borgarbúar fá fyndnasta borgarstjóra heims, sem mun örugglega halda áfram að gleðja sjónvarpsáhorfendur og/eða bíógesti í einhverju snilldarverkinu. Við getum líka alveg eins búist við að heyra rödd hans í sínum eigin útvarpsþætti reglulega. Hann mun jafnframt vera líklegur til að leika á sviði og skrifa leikrit þegar hann er ekki að sinna skildum sínum sem borgarstjóri. Jón Gnarr er um þessar mundir hirðskáld Borgarleikhússins. Hæg verða heimatökin hjá leikhúsi borgarinnar að setja upp leikrit eftir borgarstjórann sjálfan. Það er mjög grunnhyggið að halda því fram að grínistar kunni ekkert annað en að grínast. Sá sem skrifar og flytur grín lifir alveg jafn miklu alvöru lífi og sá sem gerir eitthvað annað. Dagurinn er sá sami. Samfélagið er það sama. Borgin er sú sama. Grínistinn er ekkert síður til þess fallinn að stjórna borginni en stjórnmálafræðingurinn, lögfræðingurinn eða læknirinn. Kæri kjósnandi. Framboð Besta flokksins er ekki grín. Það er hinsvegar skemmtileg og mjög fyndin alvara.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar