Bankar íhuga lögsókn vegna sendiráðskaupa Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 19. janúar 2010 12:18 Arion banki, Glitnir og Íslandsbanki íhuga að lögsækja fyrrum eigendur stórhýsis á Skúlagötu sem Kínverska sendiráðið festi nýlega kaup á. Bankarnir telja að þeir hafi orðið af um þrjú hundruð milljónum króna við söluna.Kínverska sendiráðið festi kaup á stórhýsi á Skúlagötu 51 í desember og hyggst flytja starfsemi sína þangað. Um er að ræða rúmlega 4.100 fermetra nýbyggingu beint neðan við lögreglustöðina á Hverfisgötu. Kaupverðið var 870 milljónir króna en áhvílandi á húsinu eru lán frá bönkunum þremur sem nema hærri upphæð en kaupverðið.Upprunalega var húsið í eigu eignarhaldsfélagsins Vindasúlna sem er í eigu feðganna Arons og Karls Steingrímssonar sem jafnan er kenndur við Pelsinn. Stuttu áður en feðgarnir gengu að tilboði sendiráðsins kom annað tilboð í húsið. Bankarnir gerðu móttilboð sem þeir aðilar féllust á. Tilboð þetta nam rúmum 570 milljónum króna en ekkert varð úr kaupunum.Þann 16. desember var húseignin flutt yfir í annað félag sem ber nafnið 2007 ehf og síðan seld kínverska sendiráðinu. Við þetta eru bankarnir ósáttir og telja að með þessum gjörningi hafi feðgarnir haft af þeim allt að 300 milljónir króna.Aron Karlsson segir ástæðuna fyrir flutningi húseignarinnar yfir í annað félag hafi verið að á gamla félaginu hafi hvílt ógreiddar virðisaukaskattsskuldir sem nýir eigendur hafi ekki geta tekið yfir. Hann hafnar því að hafa hagnast um 300 milljónir á viðskiptunum og tekur fram að ekki sé búið að afskrifa neitt. Það eigi þó eftir að koma í ljós hvernig vinnst úr þeim eignum sem eru í Vindasúlum.Þá íhugi þeir feðgar að leita réttar síns þar sem þeir telja að bankaleynd hafi verið brotin þegar upplýsingar um félagið birtust í DV í síðustu viku.Ekki náðist í Brynjar Níelsson, lögmann bankanna í málinu. Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Arion banki, Glitnir og Íslandsbanki íhuga að lögsækja fyrrum eigendur stórhýsis á Skúlagötu sem Kínverska sendiráðið festi nýlega kaup á. Bankarnir telja að þeir hafi orðið af um þrjú hundruð milljónum króna við söluna.Kínverska sendiráðið festi kaup á stórhýsi á Skúlagötu 51 í desember og hyggst flytja starfsemi sína þangað. Um er að ræða rúmlega 4.100 fermetra nýbyggingu beint neðan við lögreglustöðina á Hverfisgötu. Kaupverðið var 870 milljónir króna en áhvílandi á húsinu eru lán frá bönkunum þremur sem nema hærri upphæð en kaupverðið.Upprunalega var húsið í eigu eignarhaldsfélagsins Vindasúlna sem er í eigu feðganna Arons og Karls Steingrímssonar sem jafnan er kenndur við Pelsinn. Stuttu áður en feðgarnir gengu að tilboði sendiráðsins kom annað tilboð í húsið. Bankarnir gerðu móttilboð sem þeir aðilar féllust á. Tilboð þetta nam rúmum 570 milljónum króna en ekkert varð úr kaupunum.Þann 16. desember var húseignin flutt yfir í annað félag sem ber nafnið 2007 ehf og síðan seld kínverska sendiráðinu. Við þetta eru bankarnir ósáttir og telja að með þessum gjörningi hafi feðgarnir haft af þeim allt að 300 milljónir króna.Aron Karlsson segir ástæðuna fyrir flutningi húseignarinnar yfir í annað félag hafi verið að á gamla félaginu hafi hvílt ógreiddar virðisaukaskattsskuldir sem nýir eigendur hafi ekki geta tekið yfir. Hann hafnar því að hafa hagnast um 300 milljónir á viðskiptunum og tekur fram að ekki sé búið að afskrifa neitt. Það eigi þó eftir að koma í ljós hvernig vinnst úr þeim eignum sem eru í Vindasúlum.Þá íhugi þeir feðgar að leita réttar síns þar sem þeir telja að bankaleynd hafi verið brotin þegar upplýsingar um félagið birtust í DV í síðustu viku.Ekki náðist í Brynjar Níelsson, lögmann bankanna í málinu.
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira