Viðskipti innlent

Lífeyrissjóðirnir búnir að ná sér eftir bankahrunið

Íslensku lífeyrissjóðirnir hafa náð að vinna upp tapið sem þeir urðu fyrir á árinu 2008, samkvæmt skýrslu OECD.
Íslensku lífeyrissjóðirnir hafa náð að vinna upp tapið sem þeir urðu fyrir á árinu 2008, samkvæmt skýrslu OECD. Fréttablaðið/GVA
Íslensku lífeyrissjóðirnir virðast vera búnir að ná vopnum sínum eftir bankahrunið haustið 2008, að mati sérfræðinga Efnahags- og samvinnustofnunarinnar (OECD).

Í nýrri skýrslu kemur fram að eignir íslensku lífeyrissjóðanna séu nú um 3,5 prósentum verðmætari en þær voru í árslok 2007, níu mánuðum fyrir hrunið.

Þetta er betri árangur en í flestum aðildarlöndum OECD. Fram kemur að aðeins í sjö ríkjum hafi lífeyrissjóðirnir náð sömu stærð og fyrir hrun. Það er í Austurríki, Chile, Noregi, Nýja-Sjálandi og Ungverjalandi, auk Íslands.

Sérfræðingar OECD telja að enn gæti liðið nokkur tími þar til lífeyrissjóðir í öðrum ríkjum komist á svipað ról og þeir voru í árslok 2007. Í heild hafa lífeyrissjóðirnir í öllum ríkjum OECD náð að vinna upp 40 prósent af því tapi sem þeir urðu fyrir á árinu 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×