Umfjöllun: Framarar kjöldrógu Valsmenn Stefán Árni Pálsson skrifar 21. október 2010 21:08 Jóhann Gunnar Einarsson. Mynd/Stefán Reykjavíkurliðin Fram og Valur mættust í Safamýrinni í kvöldi í N1-deild karla og það er skemmst frá því að segja að Fram gjörsamlega valtaði yfir lánlausa Valsmenn, en leikurinn fór 40-23. Fyrir leikinn í kvöld höfðu Valsmenn ekki fengið stig í N1-deildinni og Framarar voru aðeins með einn sigurleik á bakinu. Hvorugt liðið mátti því við að misstíga sig í kvöld. Valsmenn tefla fram nánast nýju liði í ár en miklar breytingar urðu á mannskapnum frá síðustu leiktíð þegar Valur komst alla leið í úrslit Íslandsmótsins. Framarar hafa aftur á móti styrkt lið sitt mikið og fengu til baka gamlan Framara, Jóhann Gunnar Einarsson en hann hefur leikið í Þýskalandi að undanförnu. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínútur leiksins en fljótlega náðu heimamenn tökunum á leiknum .Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Fram, var heldur betur heitur og virtist geta skorað þegar honum sýndist. Þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 10-6 fyrir Fram og útlit fyrir að þeir myndu gefa enn meira í. Valsmenn léku skelfilegan varnarleik og Framarar voru í engum vandræðum með að brjótast í gegn. Þegar líða tók á hálfleikinn héldu heimamenn áfram að auka forskotið og þegar dómari leiksins flautaði til hálfleiks var staðan orðin 20-11 fyrir Fram. Framarar héldu áfram að auka forskotið í síðari hálfleiknum en það var ekki sjón að sjá Valsmenn, ekkert gekk upp hjá þeim og mikið vonleysi einkenndi leik þeirra. Munurinn á liðinum var mestur tuttugu mörk í stöðunni 38-18 en gestirnir spýtu örlítið í lófana í lokinn og niðurstaðan 40-23. Jóhann Gunnar Einarsson var atkvæðamestur í liði Fram með 11 mörk. Magnús Erlendsson, markvörður Fram, átti einnig stórleik en hann varði 20 skot en hann lék ekki allan leikinn.Fram - Valur 40-23 (20-11)Mörk Framara (Skot): Jóhann Gunnar Einarsson 11(16), Einar Rafn Eiðsson 8(9), Haraldur Þorvarðarson 6(6), Jóhann Karl Reynisson 3(4), Matthías Daðason 3(5), Arnar Birkir Hálfdánarson 3 (4), Magnús Stefánsson 2(3) Róbert Aron Hostert 1(3), Halldór Jóhann Sigfússon 1, Andri Berg Haraldsson 1(2), Kristján Svan Kristjánsson 1.Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 20 (14), Björn Viðar Björnsson 6(9) Hraðaupphlaupsmörk: 8( Einar Rafn Eiðsson 4, Matthías Daðason, Jóhann Gunnar, Jóhann Karl, Haraldur Þorvarðarson) Fiskuð víti: 3( Jóhann Gunnar Einarsson, Jóhann Karl Reynisson, Haraldur Þorvarðarson) Brottvísanir: 6mínúturMörk Vals (Skot): Anton Rúnarsson 4(11), Valdimar Fannar Þórsson 4(12), Jón Björgvin Pétursson 4 (5), Orri Freyr Gíslason 4(5), Ernir Hrafn Arnarsson 2(9), Einar Örn Guðmundsson 3(5), Finnur Ingi Stefánsson 1(7), Gunnar Harðarson 1.Varin skot: Ingvar Guðmundsson 5 (33), Friðrik Sigmarsson 3 (7). Hraðaupphlaupsmörk: Orri Freyr Gíslason Fiskuð víti: 2 (Gunnar Harðarson, Orri Freyr Gíslason) Brottvísanir: 12 mínútur Olís-deild karla Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira
Reykjavíkurliðin Fram og Valur mættust í Safamýrinni í kvöldi í N1-deild karla og það er skemmst frá því að segja að Fram gjörsamlega valtaði yfir lánlausa Valsmenn, en leikurinn fór 40-23. Fyrir leikinn í kvöld höfðu Valsmenn ekki fengið stig í N1-deildinni og Framarar voru aðeins með einn sigurleik á bakinu. Hvorugt liðið mátti því við að misstíga sig í kvöld. Valsmenn tefla fram nánast nýju liði í ár en miklar breytingar urðu á mannskapnum frá síðustu leiktíð þegar Valur komst alla leið í úrslit Íslandsmótsins. Framarar hafa aftur á móti styrkt lið sitt mikið og fengu til baka gamlan Framara, Jóhann Gunnar Einarsson en hann hefur leikið í Þýskalandi að undanförnu. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínútur leiksins en fljótlega náðu heimamenn tökunum á leiknum .Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Fram, var heldur betur heitur og virtist geta skorað þegar honum sýndist. Þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 10-6 fyrir Fram og útlit fyrir að þeir myndu gefa enn meira í. Valsmenn léku skelfilegan varnarleik og Framarar voru í engum vandræðum með að brjótast í gegn. Þegar líða tók á hálfleikinn héldu heimamenn áfram að auka forskotið og þegar dómari leiksins flautaði til hálfleiks var staðan orðin 20-11 fyrir Fram. Framarar héldu áfram að auka forskotið í síðari hálfleiknum en það var ekki sjón að sjá Valsmenn, ekkert gekk upp hjá þeim og mikið vonleysi einkenndi leik þeirra. Munurinn á liðinum var mestur tuttugu mörk í stöðunni 38-18 en gestirnir spýtu örlítið í lófana í lokinn og niðurstaðan 40-23. Jóhann Gunnar Einarsson var atkvæðamestur í liði Fram með 11 mörk. Magnús Erlendsson, markvörður Fram, átti einnig stórleik en hann varði 20 skot en hann lék ekki allan leikinn.Fram - Valur 40-23 (20-11)Mörk Framara (Skot): Jóhann Gunnar Einarsson 11(16), Einar Rafn Eiðsson 8(9), Haraldur Þorvarðarson 6(6), Jóhann Karl Reynisson 3(4), Matthías Daðason 3(5), Arnar Birkir Hálfdánarson 3 (4), Magnús Stefánsson 2(3) Róbert Aron Hostert 1(3), Halldór Jóhann Sigfússon 1, Andri Berg Haraldsson 1(2), Kristján Svan Kristjánsson 1.Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 20 (14), Björn Viðar Björnsson 6(9) Hraðaupphlaupsmörk: 8( Einar Rafn Eiðsson 4, Matthías Daðason, Jóhann Gunnar, Jóhann Karl, Haraldur Þorvarðarson) Fiskuð víti: 3( Jóhann Gunnar Einarsson, Jóhann Karl Reynisson, Haraldur Þorvarðarson) Brottvísanir: 6mínúturMörk Vals (Skot): Anton Rúnarsson 4(11), Valdimar Fannar Þórsson 4(12), Jón Björgvin Pétursson 4 (5), Orri Freyr Gíslason 4(5), Ernir Hrafn Arnarsson 2(9), Einar Örn Guðmundsson 3(5), Finnur Ingi Stefánsson 1(7), Gunnar Harðarson 1.Varin skot: Ingvar Guðmundsson 5 (33), Friðrik Sigmarsson 3 (7). Hraðaupphlaupsmörk: Orri Freyr Gíslason Fiskuð víti: 2 (Gunnar Harðarson, Orri Freyr Gíslason) Brottvísanir: 12 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira