Viðskipti innlent

Kaupum Magma á HS Orku endanlega lokið

Magma Energy í Svíþjóð hefur lokið við að greiða síðasta hlutann af kaupverði sínu fyrir HS Orku. Lokagreiðslan nam rétt rúmum 3 milljörðum kr. eða 27 milljónum dollara.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Magma Energy. Þar segir að greiðslan hafi verið innt af hendi til Geysir Green Energy og að þar með eigi Magma 98,53% í HS Orku.

Í tilkynningunni segir að lokagreiðslan hafi verið fjármögnuð með skammtímaláni. Lánið er svo aftur tryggt með skuldabréfi útgefnu af Magma og bréfið er tryggt með fé á bankareikningum félagsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×