Viðskipti innlent

Þrátt fyrir kreppu seldust 17 nýir Toyota Land Cruiser

Nýr Land Cruiser 150 var frumsýndur hjá Toyota um s.l. helgi og komu nokkur þúsund manns til söluaðila Toyota víða um land til að skoða nýja bílinn. Alls voru 17 bílar seldir eftir frumsýningarhelgina.



Í tilkynningu segir að Land Cruiser 150 tekur við af Land Cruiser 120 sem verið hefur einn mest seldi bíllinn á landinu undanfarin ár. 4007 Land Cruiser 120 seldust hér á landi, en framleiðslu hans var hætt á síðasta ári.

Nýi bíllinn er til sýnis hjá söluaðilum Toyota á Akureyri, Selfossi, í Reykjanesbæ og Kópavogi. Hjá Toyota í Kópavogi er bíllinn einnig sýndur með 33" breytingu frá Arctic Trucks.

Nýr Toyota Land Cruiser 150 kostar frá 9.650.000 kr.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×