Viðskipti innlent

BankNordik skilaði methagnaði á fyrsta ársfjórðungi

BankNordik, áður Færeyjabanki, skilaði methagnaði á fyrsta ársfjórðungi ársins. Hagnaður, fyrir skatta, reyndist 411 milljónir danskra kr. eða rúmlega 9 milljörðum kr. Til samanburðar nam hagnaður bankans 52 milljónum danskra kr. á sama tímabili í fyrra.

Í tilkynningu um uppgjörið segir að ársfjórðungurinn hafi verið sá atburðaríkasti í sögu bankans á seinni tímum og mikill hagnaður af rekstrinum endurspegli það. Bankinn seldi fiskeldisfélagið Bakkafrost Holding og hagnaðist um 380 milljónir danskra kr. á þeirri sölu.

Þá eignaðist bankinn níu ný útbú í Danmörku og þrjú á Grænlandi en þau kaup marka þáttaski í þeirri stefnu bankans að hasla sér völl utan Færeyja.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×