Lífið

Oprah ætlar í slag með nýjan þátt og heila stöð

Besti vinur aðal: Oprah og forsetafrúin.
Besti vinur aðal: Oprah og forsetafrúin.
Aðdáendum Oprah Winfrey rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar hún tilkynnti nýlega að hún myndi hætta með spjallþátt sinn í september á næsta ári. En í gær tóku þeir gleði sína á ný þegar Oprah tilkynnti að hún myndi skömmu seinna byrja með nýjan þátt, Oprah's Next Chapter, á sinni eigin sjónvarpsstöð.

Oprah hélt blaðamannafund í gær þar sem hún fór yfir dagskránna á nýju sjónvarpsstöðinni sinni, OWN: The Oprah Winfrey Network. Hún hefur verið kosin ein valdamesta kona Bandaríkjanna og er ætlun hennar að ná enn nýjum hæðum með stöðinni, sem fer í loftið um næstu áramót.

Hingað til hefur Oprah verið drottningin í sjónvarpi á daginn en nú ætlar hún í slag við stóru þættina á besta tíma á kvöldin. Þá eru fleiri þættir með henni í deiglunni. Meðal annars bókaþáttur sem byggir á krafti bókaklúbbs hennar sem er frægur fyrir að geta tekið óþekktar bækur og komið þeim efst á metsölulista.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.