Innlent

Tveir þekktir innbrotsþjófar handteknir í Hlíðunum

Tveir þekktir innbrotsþjófar voru handteknir í Hlíðahverfi í Reykjavík undir morgun.

Þetta hófst með því að maður vaknaði við að einhver óboðinn gestur var í íbúðinni og lagði sá á flótta en íbúinn veitti honum eftirför og kallaði á lögreglu.

Þegar lögregla hóf leit, stóð hún annan þjóf að verki og handtók hann, og nokkru síðar fann hún hinn, og handtók hann líka. Húsleit var gerð hjá þeim fyrri og fannst þar þýfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×