Viðskipti innlent

Hæstiréttur staðfestir sýknudóm yfir stjórnarmönnum Straums

Vilhjálmur tapaði í hæstarétti.
Vilhjálmur tapaði í hæstarétti.

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um sýknudóm stjórnarmanna í Straumi fjárfestingabanka. Það var Vilhjálmur Bjarnason, lektor, sem höfðaði málið.

Vilhjálmur krafðist alls þrjátíu þúsund króna í bætur en hann sakaði bankann um að hafa selt bréf í bankanum á undirverði. Salan átti sér stað í ágúst 2007 en þá seldi Straumur fimm prósenta hlut til Drake Capital Management en kaupandinn var ekki gefinn upp á þeim tíma. Vilhjálmur og dætur hans áttu hlutabréf í Straumi.

Markaðsvirði hlutarins nam um 10,2 milljörðum króna, en viðskiptin fóru ekki fram á markaði heldur var hluturinn seldur til fjárfestisins í gegnum Landsbankann í Luxemborg. Vilhálmur taldi að með því að selja á undirverði hefði jafnræðisregla verið brotin og Straumur orðið af rúmum 300 milljónum króna.

Í stjórn Straums á þessum tíma sátu þeir James Leitner, Birgir Már Ragnarsson, Björgólfur Thor Björgólfsson, Friðrik Hallbjörn Karlsson og Guðmundur Kristjánsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×