Viðskipti innlent

Bartentshafssamningur raskar ekki hagsmunum Íslands

„Þetta á því ekki að hafa áhrif á okkar veiðar," segir Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ.
„Þetta á því ekki að hafa áhrif á okkar veiðar," segir Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ.
Samkomulag Norðmanna og Rússa um landhelgislínur í Barentshafi mun ekki raska hagsmunum Íslendinga á svæðinu. Ísland hefur samning um þorskveiðar innan landhelgi bæði Noregs og Rússlands í Barentshafi.

Þetta kemur fram í máli Friðriks J. Arngrímssonar framkvæmdastjóra LÍÚ. „Deila þessara þjóða snérist um svokallað grátt svæði innan 200 mílna landhelgi beggja landanna í Barentshafi," segir Friðrik. „Þetta á því ekki að hafa áhrif á okkar veiðar."

Samkvæmt samningnum við Norðmenn og Rússa mega Íslendingar veiða sem svarar tæplega 7.600 tonnum af slægðum þorski innan landhelgi Noregs og Rússlands í Barentshafi. Þar að auki hafa Íslendingar heimild til að kaupa 1.700 tonn til viðbótar af Rússum.

Greint var frá því í morgun að Dimtri Medvedev forseti Rússlands og Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs hefðu náð samkomulagi um landhelgislínu á hinu gráa svæði í Barentshafi en það er 175.000 ferkílómetrar að stærð. Medvedev er nú í opinberri heimsókn í Noregi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×