Viðskipti innlent

Íslandsbanki leiðréttir félagsmálaráðherra

Íslandsbanki hefur sent frá sér athugassemd vegna ummæla félagsmálaráðherra í fjölmiðlum undanfarna daga þess efnis að ekkert eignaleigufyrirtæki hefði verið tilbúið að ganga til samninga við ríkið.

Í þessu sambandi vill Íslandsbanki árétta eftirfarandi:

„Stjórn Íslandsbanka lýsti því yfir á stjórnarfundi sínum þann 27. apríl sl. að Íslandsbanki væri tilbúinn að vinna að samkomulagi við félagsmálaráðuneytið um samræmda úrlausn vegna erlendra bílalána með þátttöku allra fyrirtækja. Var m.a. sagt frá þeirri samþykkt í fjölmiðlum. Því miður tókst ekki að koma öllum aðilum á markaðnum að borðinu í því sambandi.

Íslandsbanki telur mikilvægt að viðskiptavinum eignaleigufyrirtækja bjóðist samræmdar lausnir í þessum efnum. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um málið sem á að tryggja slíkt samræmi. Frumvarpið hefur ekki verið sent bankanum til umsagnar þar sem það er ennþá í meðferð þingflokka og kann að taka breytingum. Þá ríkir ákveðin réttaróvissa um erlend bílalán og niðurstaða Hæstaréttar er væntanleg um miðjan júní.

Íslandsbanki hyggst bíða niðurstöðu Alþingis og Hæstaréttar áður en gripið verður til frekari ráðstafanna. Þá vill bankinn benda á að sú höfuðstólslækkun til einstaklinga og fyrirtækja, sem Íslandsbanki reið á vaðið með á sínum tíma, gengur í sumum tilfellum lengra en frumvarp félagsmálaráðherra.

Íslandsbanki hefur lýst því yfir að gangi niðurstaða Hæstaréttar og Alþingis lengra en þær lausnir sem bankinn býður viðskiptavinum sínum munu viðskiptavinir að sjálfsögðu njóta betri réttar."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×