Viðskipti innlent

Töluverð fjölgun þinglýstra leigusamninga

Töluverð fjölgun varð á þinglýstum leigusamningum milli mánaðanna maí og júní. Á landinu í heild fjölgaði þeim um 23,7%. Ef tekinn er júní ár miðað við júní í fyrra er fjölgun þessara samninga 2,6%.

Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands. Þar segir að langmest fjölgaði samningunum á Vestfjörðum milli mánaða eða um 200%. Þess ber þó að geta að aðeins fjórir samningar eru að baki þeirri aukningu.

Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði samningunum milli mánaða um rúm 19%, þeir fóru úr 487 samningum í maí upp í 581 samning í júní.

Leigusamningum fækkaði í einum landshluta, Suðurlandi, eða um 20%. Þeir voru 45 talsins í maí en 36 talsins í júní.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×