Viðskipti innlent

Sigurður Einarsson segir Kaupþingsrannsókn vera spuna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurður Einarsson segist ekki hafa framið afbrot í starfi sínu hjá Kaupþingi. Mynd/ Anton.
Sigurður Einarsson segist ekki hafa framið afbrot í starfi sínu hjá Kaupþingi. Mynd/ Anton.
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, staðfestir í samtali við sænska blaðið Dagens Industri í dag að hann hafi lofað að koma heim til Íslands í yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara gegn því skilyrði að hann yrði ekki handtekinn.

Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis greindi frá málinu í fyrradag, en þar kom einnig fram að Sigurður hefði jafnframt boðið sérstökum saksóknara að yfirheyra sig í Bretlandi.

Sigurður segist hafa lesið um rannsókn sérstaks saksóknara á stjórnendum Kaupþings í Telegraph. Hann hafi reynt að nálgast upplýsingar frá íslenskum yfirvöldum í gegnum lögmann sinn en viðkomandi aðilar hafi ekki svarað símtölum.

Sigurður neitar því að hafa brotið lög í starfi sínu hjá Kaupþingi. Hann segir að eftir bankahrunið hafi orðið til eftirspurn eftir blórabögglum. Með rannsókn sérstaks saksóknara og handtökuskipuninni á hendur sér sé reynt að svara þeirri eftirspurn. Þessar aðgerðir séu spuni sem sé fyrst og fremst ætlað að búa til forsíðufyrirsagnir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×