Innlent

Fundi með lánafyrirtækjum lauk án niðurstöðu

Alþingi.
Alþingi.

Engin niðurstaða fékkst á sameiginlegum fundi efnahags- og skattanefndar og viðskiptanefndar Alþingis sem hófst klukkan tíu í morgun og lauk fyrir stundu.

Á fundinn mættu forstjórar helstu fjármálafyrirtækjanna en mikil óvissa ríkir um útreikning á gengistryggðum lánum eftir dóm Hæstaréttar í síðustu viku.

Fjármálafyrirtæki kalla eftir leiðbeiningum frá stjórnvöldum um hvernig taka skal á dómi Hæstaréttar og stjórnvöld hafa beðið eftir viðbrögðum banka og eignaleigufyrirtækja.

Þingfundur verður haldinn á morgun, væntanlega sá síðasti fyrir þinghlé en þá á að ræða frumvörp sem snúa að skuldavanda heimilanna.

Forsendur hafa hins vegar breyst mikið eftir dóm hæstaréttar og því gæti þurft að endurskoða frumvörp sem leggja átti fyrir þingið á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×