Viðskipti innlent

Þórður í Kauphöllinni: Erum ekki að loka sjoppunni

Aðeins ellefu félög eru nú með skráð hlutabréf í Kauphöllinni á Íslandi. Þau hafa sjaldan verið færri, en skráð félög voru alls 75 talsins árið 2002. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, hefur þó ekki áhyggjur af því að þessi fækkun skráðra félaga marki upphafið að endalokum markaðar með skráð hlutabréf hér á landi. Hann segist vongóður um að tíu ný félög muni bætast við á næstu mánuðum, en nokkur þeirra hafa þegar lýst því yfir opinberlega.

Þórður hefur samt áhyggjur af því hvað uppbygging og endurreisn í atvinnulífinu gengur hægt og hvað það gengur hægt að fá félög skráð á markað að nýju. Þá segir hann að það afnema verði höftin sem fyrst því þau dragi niður lífskjör Íslendinga til frambúðar. Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Þórð í dag um efnahagsmál og framtíð Kauphallarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×