Erlent

Karrý dregur úr metangasmengun frá kúm

Breskir vísindamenn hafa fundið út að karrý getur dregið verulega úr metangasmengun af völdum kúafreta.

Kýr eru í hópi helstu mengunarvalda jarðarinnar þegar kemur að metangasi en ein einstök mjólkurkú getur fretað og ropað frá sér allt að 500 lítrum af metangasi á líftíma sínum.

Bretarnar fundu út að með því að blanda karrýkryddum í fóður kúanna var hægt að minnka metangasið frá þeim um allt að 40%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×