Viðskipti innlent

Slitastjórn VBS óskar eftir tilboðum í þekkt olíumálverk

Slitastjórn VBS fjárfestingarbanka hf. leitar eftir tilboðum í olíuverk á striga eftir Eggert Pétursson. Málverkið er 190cm x 170cm.

Greint er frá þessu á vefsíðu bankans. Þar segir að dagana 20.-23. og 28.-30. desember á milli milli kl. 10 og 12 verður málverkið til sýnis fyrir áhugasama í húsnæði VBS að Suðurlandsbraut 22.

Tilboðum óskast skilað á sama stað fyrir kl. 12.00 þann 30. desember í lokuðu umslagi merktu „Eggert - tilboð". Slitastjórnin áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum tilboðum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×