Viðskipti innlent

Jón Ólafsson gerir stóran samning við Hilton hótelin

Icelandic Water Holdings, að stórum hluta í eigu Jón Ólafssonar, hefur gert stóran samning við Hilton hótelkeðjuna í Bandaríkjunum um sölu á Icelandic Glacial vatni sínu. Niðurstaðan er að Icelandic Glacial verður hér eftir helsta átappaða drykkjarvatnið á 750 hótelum Hilton um alla Norður-Ameríku.

Í tilkynningu segir að Hilton Worldwide hafi valið Icelandic Glacial vegna gæða vatnsins og þess að það er framleitt með grænni og vistvænni orku. Þar að auki séu umbúðirnar um það 100% endurnýtanlegar.

Jón Ólafsson segir að það sem skilji Icelandic Glacial frá öðrum vörumerkjum á þessu sviði sé hve vatnið er hreint og sjálfbært og að Hilton Worldwide kunni að meta slíkt.

„Stærð samningsins gerir okkur kleyft að auka útbreiðsluna á Icelandic Glacial nú þegar við erum að ná árangri við að koma því að hjá mikilvægum hótelum," segir Jón í tilkynningunni. „Við erum mjög stoltir af því að deila litlu broti af Íslandi með gestum Hilton Worldwide um allan heim."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×