Viðskipti innlent

Töluverður samdráttur í sölu áfengis

Sala á blönduðum drykkjum hefur minnkað um 35,7% og sala á sterku áfengi um 24,2%.
Sala á blönduðum drykkjum hefur minnkað um 35,7% og sala á sterku áfengi um 24,2%.
Það sem af er árinu hefur sala á áfengi dregist saman í lítrum talið um 7,8% miðað við sama tímabil árið 2009. Ekki er raunhæft að bera saman sölu í apríl á milli ára þar sem páskarnir hafa mikil áhrif en í ár voru páskarnir í mars en voru í apríl í fyrra.

Þetta kemur fram á vefsíðu Vínbúðarinnar. Þar segir að sala hefur minnkað í nær öllum flokkum áfengis en mismikið. Það sem af er árinu er samdrátturinn hins vegar mest áberandi í sterkum og blönduðum drykkjum.

Sala á blönduðum drykkjum hefur minnkað um 35,7% og sala á sterku áfengi um 24,2%. Sala á léttvínum hefur minnkað um 3,5-3,9% og sala á bjór hefur minnkað um 7,7%.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×