Skuldatryggingaálag ríkissjóðs heldur áfram að lækka 1. júní 2010 12:17 Skuldatryggingaálag ríkissjóðs Íslands hefur lækkað um 24 punkta undanfarna viku. Þannig stóð álagið til 5 ára í lok dagsins í gær í 318 punktum (3,18%) en um miðja síðustu viku var álagið 342 punktar. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að í maímánuði lækkaði álagið jafnframt umtalsvert, eða um tæpa 60 punkta en í upphafi mánaðarins stóð álag ríkissjóðs Íslands í tæpum 380 punktum. Þetta er nokkuð meiri lækkun en sést hefur hjá öðrum Evrópuríkjum á sama tímabili. Mögulegt er að jákvæðar fréttir á borð við samþykkt annarrar endurskoðunar AGS og samkomulag Seðlabanka Íslands við seðlabankann í Lúxemborg um kaup á útistandandi skuldabréfum Avens hafi haft hér einhver áhrif, en með þeirri stækkun gjaldeyrisforðans sem þessir tveir atburðir fela í sér má segja að líkur á greiðslufalli af erlendum skuldabréfum ríkissjóðs næstu tvö árin séu orðnar afar litlar. Einnig má benda á að undanfarin uppkaup Seðlabanka og ríkissjóðs á evrubréfum ríkisins með gjalddaga í desember 2011 skapa mögulega söluþrýsting á skuldatryggingum á Ísland. Erfitt er þó að henda reiður á hvað nákvæmlega býr að baki en benda má á að á sama tíma hafa einnig borist tíðindi sem seint geta talist jákvæð fyrir Ísland. Eins og skemmst er að minnast sendi EFTA í síðustu viku frá sér tilkynningu um að Ísland hafi brotið gegn Evróputilskipun um innstæðutryggingar með því að mismuna innlendum og erlendum innistæðueigendum. Ljóst er þó að óróinn í Evrópu í tengslum við vandræði Grikklands og þær vangaveltur sem vaknað hafa í kjölfarið um stöðu annarra skuldsettra evruríkja hafa ekki haft áhrif til hækkunar á skuldatryggingaálag Ríkissjóðs Íslands undanfarnar vikur, að því er segir í Morgunkorninu. Mest lesið „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Sjá meira
Skuldatryggingaálag ríkissjóðs Íslands hefur lækkað um 24 punkta undanfarna viku. Þannig stóð álagið til 5 ára í lok dagsins í gær í 318 punktum (3,18%) en um miðja síðustu viku var álagið 342 punktar. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að í maímánuði lækkaði álagið jafnframt umtalsvert, eða um tæpa 60 punkta en í upphafi mánaðarins stóð álag ríkissjóðs Íslands í tæpum 380 punktum. Þetta er nokkuð meiri lækkun en sést hefur hjá öðrum Evrópuríkjum á sama tímabili. Mögulegt er að jákvæðar fréttir á borð við samþykkt annarrar endurskoðunar AGS og samkomulag Seðlabanka Íslands við seðlabankann í Lúxemborg um kaup á útistandandi skuldabréfum Avens hafi haft hér einhver áhrif, en með þeirri stækkun gjaldeyrisforðans sem þessir tveir atburðir fela í sér má segja að líkur á greiðslufalli af erlendum skuldabréfum ríkissjóðs næstu tvö árin séu orðnar afar litlar. Einnig má benda á að undanfarin uppkaup Seðlabanka og ríkissjóðs á evrubréfum ríkisins með gjalddaga í desember 2011 skapa mögulega söluþrýsting á skuldatryggingum á Ísland. Erfitt er þó að henda reiður á hvað nákvæmlega býr að baki en benda má á að á sama tíma hafa einnig borist tíðindi sem seint geta talist jákvæð fyrir Ísland. Eins og skemmst er að minnast sendi EFTA í síðustu viku frá sér tilkynningu um að Ísland hafi brotið gegn Evróputilskipun um innstæðutryggingar með því að mismuna innlendum og erlendum innistæðueigendum. Ljóst er þó að óróinn í Evrópu í tengslum við vandræði Grikklands og þær vangaveltur sem vaknað hafa í kjölfarið um stöðu annarra skuldsettra evruríkja hafa ekki haft áhrif til hækkunar á skuldatryggingaálag Ríkissjóðs Íslands undanfarnar vikur, að því er segir í Morgunkorninu.
Mest lesið „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent