Kallað eftir ábyrgri umræðu 20. október 2010 06:00 Enginn deilir um að skuldavandi margra einstaklinga og fyrirtækja er mikill. Enginn deilir um að aðgerða er þörf, enda hefur verið gripið til þeirra. Menn deila hins vegar um áherslur og nálgun. Þegar hefur verið komið til móts við marga þá sem verst eru settir. Annars vegar er það mjög tekjulágt fólk og hins vegar þeir sem hafa skuldsett sig mikið og umfram greiðslugetu. Búin eru til úrræði sem henta þessum hópum sem „verst eru settir“, í mörgum tilvikum hinir tekjulægstu og hinir tekjuhæstu. Eftir standa þá þeir sem tekið hafa íbúðalán, geta borgað en með stórskertum lífskjörum. Þau skertust þegar öll lán í landinu voru hækkuð með flatri uppfærslu. Flöt uppfærsla – flöt niðurfærslaFjármálakerfið hrundi sem kunnugt er, gjaldmiðillinn að sama skapi, meðal annars vegna gjaldeyrisbrasks fjármálageirans, verðbólga skaust upp á við en kaupmátturinn féll. Til varð gríðarlegt misgengi launa og lána. Frá 2008 og fram á þennan dag hefur vísitala neysluverðs stigið um tæp 30% en kaupmátturinn rýrnað um rúm 10%. Lánin tóku flatri hækkun samkvæmt vísitölunni en af þeim er hins vegar greitt upp úr launaumslagi sem hefur skroppið saman. Nú vildu margir mæta hinni flötu uppfærslu allra lána með flatri niðurfærslu, skrúfa vísitöluna niður – finna í það minnsta einhvern milliveg. Þannig að bankakreppan yrði ekki bara skuldarakreppa heldur tæki fjármagnið líka á sig rýrnun. Fyrir þessu hafa Hagsmunasamtök heimilanna talað. Og undir þetta hef ég tekið jafnframt því sem ég hef fagnað þeirri breiðu umræðu sem ríkisstjórnin hefur kallað eftir. Þorsteinn Pálsson, stjórnmálaskýrandi á Fréttablaðinu um helgar, segir í nýjasta pistli sínum að forsætisráðherra hafi „kúvent“ stefnu sinni varðandi skuldavanda heimilanna „og tekið stöðu með þeim sem krefjast almennrar niðurfellingar skulda...“ Þetta þykir Þorsteini slæmt en verstur er þó dómsmálaráðherrann að hans mati, sá sem þetta ritar, því hann hafi „gengið enn lengra í loforðum“. Ekkert svikiðGetur það verið að svo mjög langi Þorstein Pálsson til að snúa út úr öllu sem úr Stjórnarráðinu kemur að hann geti ekki látið nokkurn mann af þeim bæ njóta sannmælis? Forsætisráðherra er í mikilli alvöru að kalla eftir opinni umræðu og kanna hvort forsendur eru fyrir víðtækri sátt um almenna lausn á borð við niðurfærslu skulda. Jóhanna Sigurðardóttir hefur engu lofað öðru en því að reyna að gera sitt besta. Það á við um ríkisstjórnina í heild sinni. Allt tal um svikin loforð er hrein ósannindi. Vandinn er sá að sumt er löggjafanum, og þar með framkvæmdarvaldinu, fært, annað ekki. Þetta er verið að greina. Jafnframt er leitað eftir samstarfi og breiðri samstöðu. Staðan er semsé þessi: Óskum hefur verið beint til fjármálastofnana um að þær taki þátt í almennum aðgerðum. Viðbrögðin hafa verið dræm en endanleg svör liggja ekki fyrir. Millileiðir hafa þó verið orðaðar. Allt tal um svikin loforð eða leikaraskap af hálfu stjórnvalda er því ósatt. Það sem meira er, þetta er ósanngjarnt og óábyrgt tal. Leitað lausnaÞað er af mikilli alvöru verið að leita lausna og að mínu mati er beinlínis ábyrgðarhluti að reyna að grafa undan slíkri viðleitni. Staða mála er alvarlegri en svo að menn geti leyft sér slíkt. Auðvitað skrifar Þorsteinn Pálsson eins og hann lystir og Fréttablaðið velur sér þá fréttaskýrendur sem það vill bjóða lesendum sínum upp á. Ég ætla hins vegar að leyfa mér að óska eftir ábyrgari umræðu – og fréttaskýringum sem eru meira á dýptina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Enginn deilir um að skuldavandi margra einstaklinga og fyrirtækja er mikill. Enginn deilir um að aðgerða er þörf, enda hefur verið gripið til þeirra. Menn deila hins vegar um áherslur og nálgun. Þegar hefur verið komið til móts við marga þá sem verst eru settir. Annars vegar er það mjög tekjulágt fólk og hins vegar þeir sem hafa skuldsett sig mikið og umfram greiðslugetu. Búin eru til úrræði sem henta þessum hópum sem „verst eru settir“, í mörgum tilvikum hinir tekjulægstu og hinir tekjuhæstu. Eftir standa þá þeir sem tekið hafa íbúðalán, geta borgað en með stórskertum lífskjörum. Þau skertust þegar öll lán í landinu voru hækkuð með flatri uppfærslu. Flöt uppfærsla – flöt niðurfærslaFjármálakerfið hrundi sem kunnugt er, gjaldmiðillinn að sama skapi, meðal annars vegna gjaldeyrisbrasks fjármálageirans, verðbólga skaust upp á við en kaupmátturinn féll. Til varð gríðarlegt misgengi launa og lána. Frá 2008 og fram á þennan dag hefur vísitala neysluverðs stigið um tæp 30% en kaupmátturinn rýrnað um rúm 10%. Lánin tóku flatri hækkun samkvæmt vísitölunni en af þeim er hins vegar greitt upp úr launaumslagi sem hefur skroppið saman. Nú vildu margir mæta hinni flötu uppfærslu allra lána með flatri niðurfærslu, skrúfa vísitöluna niður – finna í það minnsta einhvern milliveg. Þannig að bankakreppan yrði ekki bara skuldarakreppa heldur tæki fjármagnið líka á sig rýrnun. Fyrir þessu hafa Hagsmunasamtök heimilanna talað. Og undir þetta hef ég tekið jafnframt því sem ég hef fagnað þeirri breiðu umræðu sem ríkisstjórnin hefur kallað eftir. Þorsteinn Pálsson, stjórnmálaskýrandi á Fréttablaðinu um helgar, segir í nýjasta pistli sínum að forsætisráðherra hafi „kúvent“ stefnu sinni varðandi skuldavanda heimilanna „og tekið stöðu með þeim sem krefjast almennrar niðurfellingar skulda...“ Þetta þykir Þorsteini slæmt en verstur er þó dómsmálaráðherrann að hans mati, sá sem þetta ritar, því hann hafi „gengið enn lengra í loforðum“. Ekkert svikiðGetur það verið að svo mjög langi Þorstein Pálsson til að snúa út úr öllu sem úr Stjórnarráðinu kemur að hann geti ekki látið nokkurn mann af þeim bæ njóta sannmælis? Forsætisráðherra er í mikilli alvöru að kalla eftir opinni umræðu og kanna hvort forsendur eru fyrir víðtækri sátt um almenna lausn á borð við niðurfærslu skulda. Jóhanna Sigurðardóttir hefur engu lofað öðru en því að reyna að gera sitt besta. Það á við um ríkisstjórnina í heild sinni. Allt tal um svikin loforð er hrein ósannindi. Vandinn er sá að sumt er löggjafanum, og þar með framkvæmdarvaldinu, fært, annað ekki. Þetta er verið að greina. Jafnframt er leitað eftir samstarfi og breiðri samstöðu. Staðan er semsé þessi: Óskum hefur verið beint til fjármálastofnana um að þær taki þátt í almennum aðgerðum. Viðbrögðin hafa verið dræm en endanleg svör liggja ekki fyrir. Millileiðir hafa þó verið orðaðar. Allt tal um svikin loforð eða leikaraskap af hálfu stjórnvalda er því ósatt. Það sem meira er, þetta er ósanngjarnt og óábyrgt tal. Leitað lausnaÞað er af mikilli alvöru verið að leita lausna og að mínu mati er beinlínis ábyrgðarhluti að reyna að grafa undan slíkri viðleitni. Staða mála er alvarlegri en svo að menn geti leyft sér slíkt. Auðvitað skrifar Þorsteinn Pálsson eins og hann lystir og Fréttablaðið velur sér þá fréttaskýrendur sem það vill bjóða lesendum sínum upp á. Ég ætla hins vegar að leyfa mér að óska eftir ábyrgari umræðu – og fréttaskýringum sem eru meira á dýptina.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar