Viðskipti innlent

Leigusamningum fækkar um 8,5% milli ára

Leigusamningum fækkar um 14,3% milli ára á höfuðborgarsvæðinu.
Leigusamningum fækkar um 14,3% milli ára á höfuðborgarsvæðinu.
Heildarfjöldi þinglýstra leigusamninga á landinu var 790 í mars. Þeim fækkar um 8,5% frá mars 2009 en fjölgar um 6,2% frá febrúar 2010.

Þeta kemur fram á vefsíðu Fasteignaskrár Íslands. Leigusamningum fækkar um 14,3% milli ára á höfuðborgarsvæðinu og jafnframt fækkar þeim á Vestfjörðum og Norðurlandi. Þeim fjölgar hinsvegar í öllum öðrum landshlutum.

Hlutfallslega mest er fækkun samninganna milli ára á Vestfjörðum eða um tæp 77% en þess ber að geta að fjöldinn er lítill, fer úr 13 í mars í fyrra niður í 3 nú.

Hlutfallslega mest er fjölgunin á Vesturlandi eða rúm 47% en þar fór fjöldi samninga úr 19 í fyrra og upp í 28 nú.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×