Viðskipti innlent

Eldsneytisverð: Öll stóru félögin hafa hækkað

Mynd úr safni

Olíufélagið N1 hefur hækkað bensínverðið upp í tæpar 208 krónur lítrann, eins og Olís gerði í gærmorgun, en Skeljungur hækkaði í gær verðið upp í 209 krónur.

Hækkunin núna nemur fimm til sex krónum á lítrann og hefur dísilolían hækkað álíka.

Olíufélögin bera við hækkun á heimsmarkaðsverði, meðal annars vegna kuldanna á meginlandi Evrópu. Þá eru hækkanir á vörugjaldi og kolefnisgjaldi boðaðar um áramót, í fjárlagafrumvarpinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×