Innlent

Ráðist á banka í Bagdad

Bankar eru nýjustu skotmörk uppreisnarmanna í Bagdad.
Bankar eru nýjustu skotmörk uppreisnarmanna í Bagdad.
Að minnsta kosti 26 manns hafa látið lífið í sjálfsmorðssprengjuárásum á banka í ríkiseigu í Bagdad. Á vef BBC kemur fram að meira en 50 manns séu særðir eftir árásirnar en tveir bílar sprungu samtímis fyrir utan bankann.

Talsmaður öryggismála í Bagdad, Qassim al-Moussawi sagði í samtali við Reuters fréttaþjónustuna að um 80 kíló af sprengiefni hefðu verið í hverjum bíl. Bílarnir hafi sprungið beint fyrir framan hlið bankans snemma í morgun.

Bankinn er verndaður með sérstökum sprengjuvarnarveggi og öryggisgleri. Öryggisverðir fyrir utan bygginguna létu lífið en starfsmaður bankans sagði að eflaust hefðu fleiri látist ef ekki hefði verið fyrir vegginn sem verndar bygginguna.

Viðskiptabankinn í Írak er miðstöð fjármála í þessum hluta borgarinnar auk þess sem hann beitir sér fyrir erlendri fjárfestingu í landinu. Aðeins vika er síðan árásarmenn vopnaðir sprengjubeltum réðust á Seðlabanka Íraks, árás sem endaði í byssubardaga við öryggisverði áður en þeir sprengdu sig í loft upp.

Fréttamaður BBC í Baghad, Jim Muir, segir ekki ljós hvort bankar séu nú nýjustu skotmörk uppreisnarmanna en margir telja að fjármagn andspyrnuhreyfinganna sé á þrotum.

Hópur tengdur hryðjuverkasamtökunum al-Quaeda hafa lýst árásinni á hendur sér og eru líkur á að tilgangur árásarinnar hafi verið að eyðileggja gögn innan bankans - auk þess eru kenningar uppi um að árásin gæti hafa verið tilraun til að hylma yfir stórtækan peningaþvott.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×