Breytingar á reiknilíkani Katrín Jakobsdóttir skrifar 16. október 2010 06:00 Í greinagerð með frumvarpi til fjárlaga 2011 er ný útgáfa af reiknilíkani háskóla lögð til grundvallar áætluðum fjárveitingum til kennslu samkvæmt frumvarpinu og er þessi nýja útgáfa gerð að umtalsefni í grein sem birtist hér í Fréttablaðinu þann 14. október sl. eftir Gunnar Guðna Tómasson og Sigurð Magnús Garðarsson. Í nýju reiknilíkani eru gerðar ýmsar breytingar en þó þannig að þær hafi ekki áhrif á heildarfjárveitingar til hvers skóla fyrir sig. Reiknilíkanið er fyrst og fremst vinnutæki sem ætlað er að leiðbeina um hvernig fjárveitingum er skipt milli háskóla en skólunum er svo í sjálfvald sett hvernig þeir deila fjármagninu innan sinna raða. Reiknilíkan háskóla var tekið í notkun árið 1999 og hefur vinna við endurskoðun á reiknilíkani átt sér langan aðdraganda. Hún hefur verið unnin góðu samstarfi við forsvarsmenn háskólanna. Þær breytingar sem nú eru gerðar eru einungis þær fyrstu - einstakir þættir líkansins verða áfram til skoðunar á komandi árum. Ódýrasti reikniflokkurinn, reikniflokkur 1, þ.e. nám á sviði félags- og mannvísinda, guðfræði, lögfræði og annað sambærilegt nám, hefur lengi verið talinn vanmetinn í líkaninu. Tæplega helmingur alls háskólanáms fellur undir þann reikniflokk og var við endurskoðun á líkaninu lögð áhersla á að hækka reikniflokk 1 en þar með lækka aðrir reikniflokkar á móti. Vegna hagræðingarkröfu í frumvarpi til fjárlaga 2011 voru bein framlög til háskóla lækkuð um 8% í tilfelli opinberra háskóla en 9% í tilfelli einkarekinna háskóla en þar að auki er 5% niðurskurðarkrafa á Listaháskóla Íslands sökum sérstöðu hans. Þessi niðurskurður endurspeglast síðan í reiknilíkani háskóla og leiðir til þess að reikniflokkur 1 stendur nánast í stað á meðan aðrir reikniflokkar lækka um 7-12%. Undanþágan frá þessu er þó að reikniflokkur 4 , nám í hjúkrunarfræði, hækkar um 1,6% á milli ára enda höfðu stjórnendur skólanna sótt um breytingu á þessum reikniflokki í mörg ár. Auk fjárveitinga samkvæmt framangreindum reikniflokkum er nú innbyggður hvati til að brautskrá nemendur með framlagi sem veitt er vegna brautskráninga nemenda. Heildarfjárveiting vegna brautskráninga nemur ríflega 450 milljónum króna og bætist sú fjárveiting við þá fjárveitingu sem myndast við að margfalda verð og fjölda ársnema í hverjum reikniflokki. Við þetta er því að bæta að hlutverk reiknilíkans háskóla er að skipta fjárveitingum á milli skóla en það er alveg ljóst að það nær ekki að áætla framlag sem stendur undir kostnaði við einstaka námsbrautir, enda ræðst sá kostnaður af mörgum þáttum eins og innra skipulagi skólanna. Við framangreint má bæta að í frumvarpi til fjárlaga er gert ráð fyrir 4% fjölgun í reikniflokki 5 sem vegur á móti lækkuðu verði á reikniflokkinum. Þetta er gert þó að í forsendum frumvarpsins sé gert ráð fyrir óverulegri fjölgun ársnema á milli ára, eða rétt um 0,5%. Þá er má bæta því við að verð í reikniflokki 5 er tvöfalt hærra en í reikniflokki 1. Við höfum jafnframt boðað það að næstu skref við endurskoðun reiknilíkansins munu m.a. fela í sér könnun á því hvort hækka þurfi framlög til „þyngri" raungreina þ.e. raungreina þar sem sannarlega þarf dýra rannsóknaraðstöðu og efniskaup eru mikil. Að lokum vil ég ítreka að endurskoðun á reiknilíkani hefur áhrif á vægi einstakra reikniflokka en ekki áhrif á heildarframlög til kennslu í hverjum skóla fyrir sig. Skólarnir ráða því hvernig þeim framlögum er skipt milli deilda og námsgreina og gera nú þegar hver með sínum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í greinagerð með frumvarpi til fjárlaga 2011 er ný útgáfa af reiknilíkani háskóla lögð til grundvallar áætluðum fjárveitingum til kennslu samkvæmt frumvarpinu og er þessi nýja útgáfa gerð að umtalsefni í grein sem birtist hér í Fréttablaðinu þann 14. október sl. eftir Gunnar Guðna Tómasson og Sigurð Magnús Garðarsson. Í nýju reiknilíkani eru gerðar ýmsar breytingar en þó þannig að þær hafi ekki áhrif á heildarfjárveitingar til hvers skóla fyrir sig. Reiknilíkanið er fyrst og fremst vinnutæki sem ætlað er að leiðbeina um hvernig fjárveitingum er skipt milli háskóla en skólunum er svo í sjálfvald sett hvernig þeir deila fjármagninu innan sinna raða. Reiknilíkan háskóla var tekið í notkun árið 1999 og hefur vinna við endurskoðun á reiknilíkani átt sér langan aðdraganda. Hún hefur verið unnin góðu samstarfi við forsvarsmenn háskólanna. Þær breytingar sem nú eru gerðar eru einungis þær fyrstu - einstakir þættir líkansins verða áfram til skoðunar á komandi árum. Ódýrasti reikniflokkurinn, reikniflokkur 1, þ.e. nám á sviði félags- og mannvísinda, guðfræði, lögfræði og annað sambærilegt nám, hefur lengi verið talinn vanmetinn í líkaninu. Tæplega helmingur alls háskólanáms fellur undir þann reikniflokk og var við endurskoðun á líkaninu lögð áhersla á að hækka reikniflokk 1 en þar með lækka aðrir reikniflokkar á móti. Vegna hagræðingarkröfu í frumvarpi til fjárlaga 2011 voru bein framlög til háskóla lækkuð um 8% í tilfelli opinberra háskóla en 9% í tilfelli einkarekinna háskóla en þar að auki er 5% niðurskurðarkrafa á Listaháskóla Íslands sökum sérstöðu hans. Þessi niðurskurður endurspeglast síðan í reiknilíkani háskóla og leiðir til þess að reikniflokkur 1 stendur nánast í stað á meðan aðrir reikniflokkar lækka um 7-12%. Undanþágan frá þessu er þó að reikniflokkur 4 , nám í hjúkrunarfræði, hækkar um 1,6% á milli ára enda höfðu stjórnendur skólanna sótt um breytingu á þessum reikniflokki í mörg ár. Auk fjárveitinga samkvæmt framangreindum reikniflokkum er nú innbyggður hvati til að brautskrá nemendur með framlagi sem veitt er vegna brautskráninga nemenda. Heildarfjárveiting vegna brautskráninga nemur ríflega 450 milljónum króna og bætist sú fjárveiting við þá fjárveitingu sem myndast við að margfalda verð og fjölda ársnema í hverjum reikniflokki. Við þetta er því að bæta að hlutverk reiknilíkans háskóla er að skipta fjárveitingum á milli skóla en það er alveg ljóst að það nær ekki að áætla framlag sem stendur undir kostnaði við einstaka námsbrautir, enda ræðst sá kostnaður af mörgum þáttum eins og innra skipulagi skólanna. Við framangreint má bæta að í frumvarpi til fjárlaga er gert ráð fyrir 4% fjölgun í reikniflokki 5 sem vegur á móti lækkuðu verði á reikniflokkinum. Þetta er gert þó að í forsendum frumvarpsins sé gert ráð fyrir óverulegri fjölgun ársnema á milli ára, eða rétt um 0,5%. Þá er má bæta því við að verð í reikniflokki 5 er tvöfalt hærra en í reikniflokki 1. Við höfum jafnframt boðað það að næstu skref við endurskoðun reiknilíkansins munu m.a. fela í sér könnun á því hvort hækka þurfi framlög til „þyngri" raungreina þ.e. raungreina þar sem sannarlega þarf dýra rannsóknaraðstöðu og efniskaup eru mikil. Að lokum vil ég ítreka að endurskoðun á reiknilíkani hefur áhrif á vægi einstakra reikniflokka en ekki áhrif á heildarframlög til kennslu í hverjum skóla fyrir sig. Skólarnir ráða því hvernig þeim framlögum er skipt milli deilda og námsgreina og gera nú þegar hver með sínum hætti.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun