Viðskipti innlent

Tapa gríðarlegum fjármunum

Hætt er við því að eigendur fjármögnunarfyrirtækjanna, sem í mörgum tilvikum eru erlendir kröfuhafar, muni tapa gríðarlegum fjármunum ef uppgjör gengistryggðra lána fer fram í samræmi við niðurstöðu Hæstaréttar í bílalánsmálunum.

Eftir bankahrunið hafa orðið nokkrar sviptingar á eignarhaldi stærstu fjármögnunarfyrirtækja á Íslandi. Þau fyrirtæki sem voru einna stórtækust í að veita slík lán voru fyrirtæki eins og Lýsing, SP-Fjármögnun og Avant auk stóru viðskiptabankanna þriggja.

Hæstiréttur vék sem kunnugt er til hliðar ákvæði um gengistryggingu í bílalánsamálunum og því þarf uppgjör lánasamninga þessara fyrirtækja að grundvallast á því. En hverjir eru það sem bera tjónið vegna tapsins sem fyrirtækin verða fyrir vegna þessa?

Í tilviki SP-Fjármögnunar er það ríkisbankinn Landsbankinn, en í mars á síðasta ári eignaðist bankinn fyrirtækið að fullu eftir að hafa átt fimmtíu og eins prósents hlut um árabil.

Lýsing hefur undanfarin ár verið í eigu Exista sem leitaði í vor eftir nauðasamningum sem eru ófrágengnir, en Lýsing er að fullu veðsett helsta lánardrottni sínum, þýska bankanum Deutsche Bank. Þjóðverjarnir gáfu það út nýlega að þeir færu líklega í skaðabótamál við ríkið af

Avant var undir Moderna Finance sem var í eigu fjárfestingarfélagsins Milestone. Eftir þrot þess er Avant að fullu í eigu skilanefndar Glitnis sem er í eigu erlendra kröfuhafa.

Auk þessara fyrirtækja veittu stóru viðskiptabankarnir gengistryggð lán, en Íslandsbanki er nú í eigu erlendra kröfuhafa sem eiga 95 prósenta hlut í bankanum í gegnum eignarhaldsfélag skilanefndar Glitnis og Arion banki einnig þar sem skilanefnd Kaupþings fer með 87 prósenta hlut. Þá er Landsbankinn að fullu í eigu ríkisins og ber því ríkissjóður tjónið vegna lána sem bankinn veitti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×