Hvergerðingar læra að ala upp börn Hafsteinn G. Hauksson skrifar 19. júlí 2010 18:45 Hveragerðisbær reynir að samræma uppeldisaðferðir íbúa með sérstöku námskeiði fyrir foreldra. Forseti bæjarstjórnar segir ekki óeðlilegt að bæjarfélagið hlutist til um barnauppeldi. Þetta sé skemmtileg þjónusta við bæjarbúa. Bæjarfélagið Hveragerði hefur frá árinu 2007 boðið foreldrum átta klukkustunda námskeið um barnauppeldi þeim að kostnaðarlausu, en þeir foreldrar sem sækja það fá fimm prósenta afslátt af leikskólagjöldum hjá bænum. Námskeiðið ber heitið Agi uppeldi og hegðun: Færni til framtíðar. „Þetta gengur út á að samræma uppeldisaðferðir foreldra og þeirra sem starfa á leikskólunum, svo hægt sé að beita sömu uppeldisaðferðum. Þetta byggir á virkri hlustun, jákvæðri gagnrýni og jákvæðum aga," segir Unnur Þormóðsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hveragerðis. Unnur segir bæði hjúkrunarfræðinga, félagsmálastjóra og leikskólakennara úr bænum sjá um námskeiðið. Alls hafi átta til tíu námskeið verið haldin, og það næsta verði í haust. En er eðlilegt að bæjarfélagið sé að hlutast til um uppeldi íbúa með þessum hætti? „Þetta hefur verið á höndum heilsugæslustöðva og þar hafa foreldrar þurft að greiða fyrir þetta sjálfir. Við ákváðum að þetta væri bætt og skemmtileg þjónusta við bæjarbúa. Það getur hver ráðið hvort hann sækir námskeiðið," segir Unnur. En hefur bæjarfélagið ekki búið foreldrum mjög skýra fjárhagslega hvata til að sækja námskeiðið með afslættinum á leikskólagjöldum? „Í raun og veru. Þeir fá bæði afslátt og svo að reyna að samræma uppeldisaðferðirnar. Það er best fyrir barnið." Spurð hvort hætta sé á að allir séu steyptir í sama mót þegar uppeldi allra heimila sé samræmt með þessum hætti segir Unnur: „Það er náttúrulega engir persónuleikar eins, svo þú getur aldrei steypt alla í sama mót," segir Unnur, sem telur að námskeiðið hafi gefist afar vel. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Hveragerðisbær reynir að samræma uppeldisaðferðir íbúa með sérstöku námskeiði fyrir foreldra. Forseti bæjarstjórnar segir ekki óeðlilegt að bæjarfélagið hlutist til um barnauppeldi. Þetta sé skemmtileg þjónusta við bæjarbúa. Bæjarfélagið Hveragerði hefur frá árinu 2007 boðið foreldrum átta klukkustunda námskeið um barnauppeldi þeim að kostnaðarlausu, en þeir foreldrar sem sækja það fá fimm prósenta afslátt af leikskólagjöldum hjá bænum. Námskeiðið ber heitið Agi uppeldi og hegðun: Færni til framtíðar. „Þetta gengur út á að samræma uppeldisaðferðir foreldra og þeirra sem starfa á leikskólunum, svo hægt sé að beita sömu uppeldisaðferðum. Þetta byggir á virkri hlustun, jákvæðri gagnrýni og jákvæðum aga," segir Unnur Þormóðsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hveragerðis. Unnur segir bæði hjúkrunarfræðinga, félagsmálastjóra og leikskólakennara úr bænum sjá um námskeiðið. Alls hafi átta til tíu námskeið verið haldin, og það næsta verði í haust. En er eðlilegt að bæjarfélagið sé að hlutast til um uppeldi íbúa með þessum hætti? „Þetta hefur verið á höndum heilsugæslustöðva og þar hafa foreldrar þurft að greiða fyrir þetta sjálfir. Við ákváðum að þetta væri bætt og skemmtileg þjónusta við bæjarbúa. Það getur hver ráðið hvort hann sækir námskeiðið," segir Unnur. En hefur bæjarfélagið ekki búið foreldrum mjög skýra fjárhagslega hvata til að sækja námskeiðið með afslættinum á leikskólagjöldum? „Í raun og veru. Þeir fá bæði afslátt og svo að reyna að samræma uppeldisaðferðirnar. Það er best fyrir barnið." Spurð hvort hætta sé á að allir séu steyptir í sama mót þegar uppeldi allra heimila sé samræmt með þessum hætti segir Unnur: „Það er náttúrulega engir persónuleikar eins, svo þú getur aldrei steypt alla í sama mót," segir Unnur, sem telur að námskeiðið hafi gefist afar vel.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira