Viðskipti innlent

Aldrei hefur verið reynt að hafa áhrif á spár Seðlabankans

Sigríður Mogensen skrifar

Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri og fyrrverandi aðalhagfræðingur bankans, segir að aldrei hafi verið reynt að hafa áhrif á spár Seðlabanka Íslands. Arnór lét þessi orð falla vegna umræðu um að sérfræðingar bankans hefðu verið skammaðir fyrir of svartsýnar spár um samdrátt í landsframleiðslu, sem gerðar voru árið 2006.

Arnór sagði að hvorki hafi bankaráð Seðlabanka Íslands né aðrir aðilar reynt að hafa áhrif á spár bankans, enda vinni sérfræðingar hans sjálfstætt og óháð að þessum spám. Í meðfylgjandi myndskeiði er hægt að horfa á blaðamannafund sem haldinn var í morgun eftir 0,75% lækkun á stýrivöxtum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×