Handbolti

Lund til RN Löwen - slæm tíðindi fyrir Snorra Stein?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lund er hér með Daniel Narcisse. Lund er til vinstri á myndinni.
Lund er hér með Daniel Narcisse. Lund er til vinstri á myndinni.

Norski landsliðsmaðurinn Borge Lund hefur skrifað undir þriggja ára samning við Íslendingafélagið Rhein-Neckar Löwen.

Hann kemur til Löwen frá liði Alfreðs Gíslasonar , Kiel, þar sem hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna í boltanum.

Lund er miðjumaður og koma hans gæti þýtt að Snorri Steinn Guðjónsson fái ekki nýjan samning hjá Löwen en hann er aðeins með samning út þessa leiktíð.

Ekkert hefur þó verið gefið upp um það enn sem komið er.

Samkvæmt heimildum Vísis þýðir koma Lund þó væntanlega að Nikola Manojlovic fari frá félaginu.

Svo er spurning hvort félagið ætli að halda sig við Snorra Stein eða Pólverjann Grzegorz Tkaczyk sem er meiddur en Snorri var fenginn til þess að leysa hann af.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×