Sundsvall Dragons hafði betur gegn Uppsala Basket í æsispennandi leik í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í gær, 88-87, á útivelli.
Jakob Sigurðarson skoraði nítján stig fyrir og Hlynur Bæringsson tólf fyrir Sundsvall sem tryggði sér sigurinn í leiknum með þriggja stiga körfu þegar þrettán sekúndur voru til leiksloka.
Helgi Már Magnússon skoraði fjögur stig fyrir Uppsala að þessu sinni.
Með sigrinum jafnaði Sundsvall Uppsala að stigum en bæði lið eru með fjórtán stig í 3.-5. sæti deildarinnar.
LF Basket og Södertälje eru í efstu tveimur sætunum með átján stig.
Æsispennandi Íslendingaslagur í Svíþjóð
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær
Íslenski boltinn

Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“
Enski boltinn

Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“
Enski boltinn


Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði
Íslenski boltinn

Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær
Enski boltinn



Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið
Enski boltinn

Isak utan vallar en þó í forgrunni
Enski boltinn