Viðskipti innlent

Nýskráningar bíla jukust um 114% milli ára í mars

Viðsnúningur hefur orðið í nýskráningum nýrra fólksbíla en 321 nýir fólksbílar voru nýskráðir á síðustu þrem mánuðum á móti 290 stk. árið á undan eða aukning um 10,7%.
Viðsnúningur hefur orðið í nýskráningum nýrra fólksbíla en 321 nýir fólksbílar voru nýskráðir á síðustu þrem mánuðum á móti 290 stk. árið á undan eða aukning um 10,7%.
Töluverð aukin var í nýskráningum fólksbíla í mars. Í nýliðnum mánuði voru nýskráðir 156 nýir fólksbílar á móti 73 stk. í sama mánuði árið 2009 sem gerir liðlega 114% aukningu milli ára.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Þar segir að ef bornir eru saman þrír fyrstu mánuðir líðandi árs samanborið við þrjá fyrstu mánuði ársins 2009 má sjá að viðsnúningur hefur orðið í nýskráningum nýrra fólksbíla en 321 nýir fólksbílar voru nýskráðir á síðustu þrem mánuðum á móti 290 stk. árið á undan eða aukning um 10,7%.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×