Þrír leikir voru í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Chicago Bulls vann Cleveland Cavaliers, Denver Nuggets vann Los Angeles Lakers og Sacramento Kings lagði LA Clippes.
LeBron James horfði á úr stúkunni þegar Cleveland tapaði í Chicago 109-108. Derrick Rose var stigahæstur hjá Chicago með 24 stig en Mo Williams var með 35 stig fyrir Cleveland.
Það var líka mikil spenna í leik Denver og Lakers sem endaði 98-96. Carmelo Anthony var með 31 stig fyrir Denver og varði skot á lokasekúndu leiksins með tilþrifum. Kobe Bryant var fjarri góðu gamni vegna smávægilegra meiðsla. Pau Gasol var stigahæstur hjá Lakers í nótt með 26 stig.
Tyreke Evans skoraði 28 stig fyrir Sacramento sem vann Clippers 116-94.