Innlent

Ekkert ferðaveður á Mýrdalsjökli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það er vonskuveður á Mýrdalsjökli. Mynd/ Vilhelm.
Það er vonskuveður á Mýrdalsjökli. Mynd/ Vilhelm.
Ekkert ferðaveður er á Mýrdalsjökli, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli. Á jöklinum er einnig mikill krapi og hann illfær. Þá eru miklir vatnavextir í ám í Þórsmörk bæði vegna úrkomu og bráðnunar frá eldgosinu á Fimmvörðuhálsi.

Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra bendir á að Veðurstofan gefi út sérspá fyrir Fimmvörðuháls og er fólk hvatt til að fylgjast vel með veðri áður en lagt er í ferð að gosstöðvunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×