Ráðherra hefur rangt eftir Inga Dóra Sigfúsdóttir skrifar 20. október 2010 06:00 Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hefur rangt eftir mér í Fréttablaðinu síðastliðinn fimmtudag. Þar segir ráðherra mig hafa kvartað yfir því í blaðaviðtali að hún hafi „ekki beitt sér gegn" þeirri ákvörðun að loka kennslufræði- og lýðheilsudeild Háskólans í Reykjavík. Þetta er ekki rétt. Orðrétt sagði ég í blaðaviðtalinu: „Á fundi sem ég átti í ráðuneytinu í vor sögðu þau það ekki sitt hlutverk að skipta sér af því sem gerðist innan skólanna. Það má til sanns vegar færa en hins vegar ber ráðuneyti menntamála ábyrgð á því að háskólarnir uppfylli alþjóðleg viðmið um gæði starfsins og háskólastarfið sé faglegt." Ég var því ekki að óska eftir því að ráðherra hlutaðist til um einstakar ákvarðanir háskólanna, enda væri það brot á meginreglu háskólastarfs um mikilvægi akademísks frelsis. Ég kvartaði hins vegar sárlega undan skorti á fagmennsku í störfum ráðherra og menntamálaráðuneytisins, og benti á mikilvægi fagmennsku sem leiðarljóss þegar teknar væru erfiðar ákvarðanir um niðurskurð. Aðeins þannig verður íslenskum nemendum tryggð góð háskólamenntun. Orðrétt sagði ég í viðtalinu sem ráðherra vitnar í: „Í háskólageiranum erum við svo heppin að hafa mjög skýrar alþjóðlegar reglur og viðmið sem þeir háskólar sem hafa náð bestum árangri í heiminum hafa fylgt um aldaraðir og snúa m.a. að því hvernig árangur er metinn, að virku rannsóknarstarfi í skólunum og akademísku frelsi þeirra. Nákvæmlega sama á að gilda um íslenska háskóla." Þetta er meginatriðið. Það er ótvíræð skylda menntamálayfirvalda hvers lands að sjá til þess að fyrir liggi skýr menntastefna, að um menntastarfið gildi leikreglur og að eftirlit sé virkt með að þessum leikreglum sé fylgt. Við erum þátttakendur í alþjóðlegu háskólaumhverfi. Við munum ekki geta beitt öðrum reglum á Íslandi. Við reyndum að telja okkur trú um það í uppsveiflunni og hruninu að annað gilti um okkur sem værum fá og smá, en aðra. Erum við ekki búin að læra þá lexíu að það gengur ekki? Við verðum að gæta að því að háskólastarfið verði ekki eyðilagt. Sú ábyrgð hvílir á herðum menntamálaráðherra. Sé fólk ekki tilbúið að axla þá ábyrgð á það ekki að taka að sér ráðherradóm. Íslenska þjóðin á rétt á því. Það vekur sífellt athygli hve íslenskir ráðamenn eiga erfitt með að skilja einfalda hluti. Höfundur er prófessor við Columbia-háskóla í New York og við Háskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hefur rangt eftir mér í Fréttablaðinu síðastliðinn fimmtudag. Þar segir ráðherra mig hafa kvartað yfir því í blaðaviðtali að hún hafi „ekki beitt sér gegn" þeirri ákvörðun að loka kennslufræði- og lýðheilsudeild Háskólans í Reykjavík. Þetta er ekki rétt. Orðrétt sagði ég í blaðaviðtalinu: „Á fundi sem ég átti í ráðuneytinu í vor sögðu þau það ekki sitt hlutverk að skipta sér af því sem gerðist innan skólanna. Það má til sanns vegar færa en hins vegar ber ráðuneyti menntamála ábyrgð á því að háskólarnir uppfylli alþjóðleg viðmið um gæði starfsins og háskólastarfið sé faglegt." Ég var því ekki að óska eftir því að ráðherra hlutaðist til um einstakar ákvarðanir háskólanna, enda væri það brot á meginreglu háskólastarfs um mikilvægi akademísks frelsis. Ég kvartaði hins vegar sárlega undan skorti á fagmennsku í störfum ráðherra og menntamálaráðuneytisins, og benti á mikilvægi fagmennsku sem leiðarljóss þegar teknar væru erfiðar ákvarðanir um niðurskurð. Aðeins þannig verður íslenskum nemendum tryggð góð háskólamenntun. Orðrétt sagði ég í viðtalinu sem ráðherra vitnar í: „Í háskólageiranum erum við svo heppin að hafa mjög skýrar alþjóðlegar reglur og viðmið sem þeir háskólar sem hafa náð bestum árangri í heiminum hafa fylgt um aldaraðir og snúa m.a. að því hvernig árangur er metinn, að virku rannsóknarstarfi í skólunum og akademísku frelsi þeirra. Nákvæmlega sama á að gilda um íslenska háskóla." Þetta er meginatriðið. Það er ótvíræð skylda menntamálayfirvalda hvers lands að sjá til þess að fyrir liggi skýr menntastefna, að um menntastarfið gildi leikreglur og að eftirlit sé virkt með að þessum leikreglum sé fylgt. Við erum þátttakendur í alþjóðlegu háskólaumhverfi. Við munum ekki geta beitt öðrum reglum á Íslandi. Við reyndum að telja okkur trú um það í uppsveiflunni og hruninu að annað gilti um okkur sem værum fá og smá, en aðra. Erum við ekki búin að læra þá lexíu að það gengur ekki? Við verðum að gæta að því að háskólastarfið verði ekki eyðilagt. Sú ábyrgð hvílir á herðum menntamálaráðherra. Sé fólk ekki tilbúið að axla þá ábyrgð á það ekki að taka að sér ráðherradóm. Íslenska þjóðin á rétt á því. Það vekur sífellt athygli hve íslenskir ráðamenn eiga erfitt með að skilja einfalda hluti. Höfundur er prófessor við Columbia-háskóla í New York og við Háskólann í Reykjavík.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar