Ráðherra hefur rangt eftir Inga Dóra Sigfúsdóttir skrifar 20. október 2010 06:00 Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hefur rangt eftir mér í Fréttablaðinu síðastliðinn fimmtudag. Þar segir ráðherra mig hafa kvartað yfir því í blaðaviðtali að hún hafi „ekki beitt sér gegn" þeirri ákvörðun að loka kennslufræði- og lýðheilsudeild Háskólans í Reykjavík. Þetta er ekki rétt. Orðrétt sagði ég í blaðaviðtalinu: „Á fundi sem ég átti í ráðuneytinu í vor sögðu þau það ekki sitt hlutverk að skipta sér af því sem gerðist innan skólanna. Það má til sanns vegar færa en hins vegar ber ráðuneyti menntamála ábyrgð á því að háskólarnir uppfylli alþjóðleg viðmið um gæði starfsins og háskólastarfið sé faglegt." Ég var því ekki að óska eftir því að ráðherra hlutaðist til um einstakar ákvarðanir háskólanna, enda væri það brot á meginreglu háskólastarfs um mikilvægi akademísks frelsis. Ég kvartaði hins vegar sárlega undan skorti á fagmennsku í störfum ráðherra og menntamálaráðuneytisins, og benti á mikilvægi fagmennsku sem leiðarljóss þegar teknar væru erfiðar ákvarðanir um niðurskurð. Aðeins þannig verður íslenskum nemendum tryggð góð háskólamenntun. Orðrétt sagði ég í viðtalinu sem ráðherra vitnar í: „Í háskólageiranum erum við svo heppin að hafa mjög skýrar alþjóðlegar reglur og viðmið sem þeir háskólar sem hafa náð bestum árangri í heiminum hafa fylgt um aldaraðir og snúa m.a. að því hvernig árangur er metinn, að virku rannsóknarstarfi í skólunum og akademísku frelsi þeirra. Nákvæmlega sama á að gilda um íslenska háskóla." Þetta er meginatriðið. Það er ótvíræð skylda menntamálayfirvalda hvers lands að sjá til þess að fyrir liggi skýr menntastefna, að um menntastarfið gildi leikreglur og að eftirlit sé virkt með að þessum leikreglum sé fylgt. Við erum þátttakendur í alþjóðlegu háskólaumhverfi. Við munum ekki geta beitt öðrum reglum á Íslandi. Við reyndum að telja okkur trú um það í uppsveiflunni og hruninu að annað gilti um okkur sem værum fá og smá, en aðra. Erum við ekki búin að læra þá lexíu að það gengur ekki? Við verðum að gæta að því að háskólastarfið verði ekki eyðilagt. Sú ábyrgð hvílir á herðum menntamálaráðherra. Sé fólk ekki tilbúið að axla þá ábyrgð á það ekki að taka að sér ráðherradóm. Íslenska þjóðin á rétt á því. Það vekur sífellt athygli hve íslenskir ráðamenn eiga erfitt með að skilja einfalda hluti. Höfundur er prófessor við Columbia-háskóla í New York og við Háskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Skoðun Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hefur rangt eftir mér í Fréttablaðinu síðastliðinn fimmtudag. Þar segir ráðherra mig hafa kvartað yfir því í blaðaviðtali að hún hafi „ekki beitt sér gegn" þeirri ákvörðun að loka kennslufræði- og lýðheilsudeild Háskólans í Reykjavík. Þetta er ekki rétt. Orðrétt sagði ég í blaðaviðtalinu: „Á fundi sem ég átti í ráðuneytinu í vor sögðu þau það ekki sitt hlutverk að skipta sér af því sem gerðist innan skólanna. Það má til sanns vegar færa en hins vegar ber ráðuneyti menntamála ábyrgð á því að háskólarnir uppfylli alþjóðleg viðmið um gæði starfsins og háskólastarfið sé faglegt." Ég var því ekki að óska eftir því að ráðherra hlutaðist til um einstakar ákvarðanir háskólanna, enda væri það brot á meginreglu háskólastarfs um mikilvægi akademísks frelsis. Ég kvartaði hins vegar sárlega undan skorti á fagmennsku í störfum ráðherra og menntamálaráðuneytisins, og benti á mikilvægi fagmennsku sem leiðarljóss þegar teknar væru erfiðar ákvarðanir um niðurskurð. Aðeins þannig verður íslenskum nemendum tryggð góð háskólamenntun. Orðrétt sagði ég í viðtalinu sem ráðherra vitnar í: „Í háskólageiranum erum við svo heppin að hafa mjög skýrar alþjóðlegar reglur og viðmið sem þeir háskólar sem hafa náð bestum árangri í heiminum hafa fylgt um aldaraðir og snúa m.a. að því hvernig árangur er metinn, að virku rannsóknarstarfi í skólunum og akademísku frelsi þeirra. Nákvæmlega sama á að gilda um íslenska háskóla." Þetta er meginatriðið. Það er ótvíræð skylda menntamálayfirvalda hvers lands að sjá til þess að fyrir liggi skýr menntastefna, að um menntastarfið gildi leikreglur og að eftirlit sé virkt með að þessum leikreglum sé fylgt. Við erum þátttakendur í alþjóðlegu háskólaumhverfi. Við munum ekki geta beitt öðrum reglum á Íslandi. Við reyndum að telja okkur trú um það í uppsveiflunni og hruninu að annað gilti um okkur sem værum fá og smá, en aðra. Erum við ekki búin að læra þá lexíu að það gengur ekki? Við verðum að gæta að því að háskólastarfið verði ekki eyðilagt. Sú ábyrgð hvílir á herðum menntamálaráðherra. Sé fólk ekki tilbúið að axla þá ábyrgð á það ekki að taka að sér ráðherradóm. Íslenska þjóðin á rétt á því. Það vekur sífellt athygli hve íslenskir ráðamenn eiga erfitt með að skilja einfalda hluti. Höfundur er prófessor við Columbia-háskóla í New York og við Háskólann í Reykjavík.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun