Ráðherra hefur rangt eftir Inga Dóra Sigfúsdóttir skrifar 20. október 2010 06:00 Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hefur rangt eftir mér í Fréttablaðinu síðastliðinn fimmtudag. Þar segir ráðherra mig hafa kvartað yfir því í blaðaviðtali að hún hafi „ekki beitt sér gegn" þeirri ákvörðun að loka kennslufræði- og lýðheilsudeild Háskólans í Reykjavík. Þetta er ekki rétt. Orðrétt sagði ég í blaðaviðtalinu: „Á fundi sem ég átti í ráðuneytinu í vor sögðu þau það ekki sitt hlutverk að skipta sér af því sem gerðist innan skólanna. Það má til sanns vegar færa en hins vegar ber ráðuneyti menntamála ábyrgð á því að háskólarnir uppfylli alþjóðleg viðmið um gæði starfsins og háskólastarfið sé faglegt." Ég var því ekki að óska eftir því að ráðherra hlutaðist til um einstakar ákvarðanir háskólanna, enda væri það brot á meginreglu háskólastarfs um mikilvægi akademísks frelsis. Ég kvartaði hins vegar sárlega undan skorti á fagmennsku í störfum ráðherra og menntamálaráðuneytisins, og benti á mikilvægi fagmennsku sem leiðarljóss þegar teknar væru erfiðar ákvarðanir um niðurskurð. Aðeins þannig verður íslenskum nemendum tryggð góð háskólamenntun. Orðrétt sagði ég í viðtalinu sem ráðherra vitnar í: „Í háskólageiranum erum við svo heppin að hafa mjög skýrar alþjóðlegar reglur og viðmið sem þeir háskólar sem hafa náð bestum árangri í heiminum hafa fylgt um aldaraðir og snúa m.a. að því hvernig árangur er metinn, að virku rannsóknarstarfi í skólunum og akademísku frelsi þeirra. Nákvæmlega sama á að gilda um íslenska háskóla." Þetta er meginatriðið. Það er ótvíræð skylda menntamálayfirvalda hvers lands að sjá til þess að fyrir liggi skýr menntastefna, að um menntastarfið gildi leikreglur og að eftirlit sé virkt með að þessum leikreglum sé fylgt. Við erum þátttakendur í alþjóðlegu háskólaumhverfi. Við munum ekki geta beitt öðrum reglum á Íslandi. Við reyndum að telja okkur trú um það í uppsveiflunni og hruninu að annað gilti um okkur sem værum fá og smá, en aðra. Erum við ekki búin að læra þá lexíu að það gengur ekki? Við verðum að gæta að því að háskólastarfið verði ekki eyðilagt. Sú ábyrgð hvílir á herðum menntamálaráðherra. Sé fólk ekki tilbúið að axla þá ábyrgð á það ekki að taka að sér ráðherradóm. Íslenska þjóðin á rétt á því. Það vekur sífellt athygli hve íslenskir ráðamenn eiga erfitt með að skilja einfalda hluti. Höfundur er prófessor við Columbia-háskóla í New York og við Háskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hefur rangt eftir mér í Fréttablaðinu síðastliðinn fimmtudag. Þar segir ráðherra mig hafa kvartað yfir því í blaðaviðtali að hún hafi „ekki beitt sér gegn" þeirri ákvörðun að loka kennslufræði- og lýðheilsudeild Háskólans í Reykjavík. Þetta er ekki rétt. Orðrétt sagði ég í blaðaviðtalinu: „Á fundi sem ég átti í ráðuneytinu í vor sögðu þau það ekki sitt hlutverk að skipta sér af því sem gerðist innan skólanna. Það má til sanns vegar færa en hins vegar ber ráðuneyti menntamála ábyrgð á því að háskólarnir uppfylli alþjóðleg viðmið um gæði starfsins og háskólastarfið sé faglegt." Ég var því ekki að óska eftir því að ráðherra hlutaðist til um einstakar ákvarðanir háskólanna, enda væri það brot á meginreglu háskólastarfs um mikilvægi akademísks frelsis. Ég kvartaði hins vegar sárlega undan skorti á fagmennsku í störfum ráðherra og menntamálaráðuneytisins, og benti á mikilvægi fagmennsku sem leiðarljóss þegar teknar væru erfiðar ákvarðanir um niðurskurð. Aðeins þannig verður íslenskum nemendum tryggð góð háskólamenntun. Orðrétt sagði ég í viðtalinu sem ráðherra vitnar í: „Í háskólageiranum erum við svo heppin að hafa mjög skýrar alþjóðlegar reglur og viðmið sem þeir háskólar sem hafa náð bestum árangri í heiminum hafa fylgt um aldaraðir og snúa m.a. að því hvernig árangur er metinn, að virku rannsóknarstarfi í skólunum og akademísku frelsi þeirra. Nákvæmlega sama á að gilda um íslenska háskóla." Þetta er meginatriðið. Það er ótvíræð skylda menntamálayfirvalda hvers lands að sjá til þess að fyrir liggi skýr menntastefna, að um menntastarfið gildi leikreglur og að eftirlit sé virkt með að þessum leikreglum sé fylgt. Við erum þátttakendur í alþjóðlegu háskólaumhverfi. Við munum ekki geta beitt öðrum reglum á Íslandi. Við reyndum að telja okkur trú um það í uppsveiflunni og hruninu að annað gilti um okkur sem værum fá og smá, en aðra. Erum við ekki búin að læra þá lexíu að það gengur ekki? Við verðum að gæta að því að háskólastarfið verði ekki eyðilagt. Sú ábyrgð hvílir á herðum menntamálaráðherra. Sé fólk ekki tilbúið að axla þá ábyrgð á það ekki að taka að sér ráðherradóm. Íslenska þjóðin á rétt á því. Það vekur sífellt athygli hve íslenskir ráðamenn eiga erfitt með að skilja einfalda hluti. Höfundur er prófessor við Columbia-háskóla í New York og við Háskólann í Reykjavík.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun