Viðskipti innlent

Bréf Marels hækka um 2,39 prósent eftir fall

Tækin prófuð hjá Marel.
Tækin prófuð hjá Marel. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa Marels hækkaði um 2,39 prósent í Kauphöllinni í dag eftir rúmlega átta prósenta fall í gær. Þá hækkaði gengi bréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 0,86 prósent.

Einungis gengi hlutabréfa BNordic, áður Færeyjabanka, lækkaði í dag, eða um 3,8 prósent.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,22 prósent og endaði í 880,5 stigum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×