Viðskipti innlent

Sala skuldabréfa í útboðum jókst um 13,8 milljarða

Heildarsala skuldabréfa í verðbréfaútboðum í ágúst 2010 nam 31,8 milljörðum kr. á söluverði samanborið við 18 milljarða kr. mánuðinn áður. Þetta er auking upp á 13,8 milljarða kr.

Í hagtölum Seðlabankans segir að útboð í formi verðtryggðra skuldabréfa námu 24,75 milljarði kr. en þar af voru 14,25 milljarðar kr. íbúðabréf útgefin af Íbúðalánasjóði og 8,1 milljarður kr. verðtryggð ríkisbréf.

Útboð í formi óverðtryggðra skuldabréfa námu 7 milljörðum kr. en þar af voru 6,8 milljarðar ríkisbréf.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×