Lífið

Fóstbræður syngja inn vorið

Karlakórinn Fóstbræður heldur sína árlegu vortónleika í Langholtskirkju í næstu viku.
Karlakórinn Fóstbræður heldur sína árlegu vortónleika í Langholtskirkju í næstu viku.
Árlegir vortónleikar Fóstbræðra fara fram í Langholtskirkju í næstu viku, eða dagana 13., 14., 15. og 17. apríl. Sungin verða sígild kórlög en einnig flutt verk eftir framsækin bandarísk nútímatónskáld eins og Z. Randall Stroope og Randall Thompson. Verk Stroopes verður frumflutt hérlendis og heitir Dies Irae eða Dagur reiði.

Til nýmæla á efnisskránni teljast einnig nokkur þekkt einsöngslög sem Árni Harðarson hefur útsett fyrir kórinn og má þar nefna Í fjarlægð eftir Karl O. Runólfsson. Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari kemur fram með Fóstbræðrum og það gerir einnig Auður Gunnarsdóttir sópran­söngkona. Stjórnandi Fóstbræðra er Árni Harðarson. Að loknum vortónleikum halda Fóstbræður í söngferðalag um Norðurland og syngja þeir fyrst á Blönduósi á sumardaginn fyrsta.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.