Erlent

1100 látnir í miklum flóðum í Pakistan

Frá Pakistan
Frá Pakistan Mynd/AFP
Ellefu hundruð manns hafa látið lífið í miklum flóðum í norðvestur Pakistan. Björgunarmenn vinna að því að bjarga yfir 27 þúsund manns sem hafa einangrast vegna flóðsins.

Fleiri gætu hafa látist í flóðunum því björgunarmenn hafa ekki enn getað komist að sumum hamfarasvæðunum.

Það hefur verið mikil úrkoma síðustu daga og hafa flóðin valdið gríðarlegu tjóni á samgöngumannvirkjum. En dregið hefur úr rigningunni sem hefur ollið þessum verstu flóðum svo áratugum skiptir á svæðinu.

Hjálparsamtök og þjóðir eru að senda hjálparsveitir á svæðið.

Sameinuðu þjóðarinar telja að flóðin hafa áhrif á um eina milljón manna.

Bandaríkin hafa tilkynnt um að 10 milljón dollara fjárframlagi til að aðstoða Pakistan. Framlagið vekur athygli á tímum sem Barack Obama bandaríkjaforseti er að reyna að draga úr neikvæðri afstöðu Pakistana til Bandaríkjamanna.

Hamfarirnar hafa kosta Pakistan mikla fjármuni. En stjórnvöld þar í landi glíma við erfitt efnahagsástand og grimmilegt stríð við Talíban.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×