Lífið

Lokadagar Kirkjulistahátíðar

Hljómsveit Kirkjulistahátíðar er skipuð framúrskarandi tónlistarmönnum sem koma víða að. Mynd/eddi
Hljómsveit Kirkjulistahátíðar er skipuð framúrskarandi tónlistarmönnum sem koma víða að. Mynd/eddi
Lokatónleikar Kirkjulistahátíðar fara fram í Hallgrímskirkju nú um helgina, þar verður verkið Þýsk sálumessa eftir Johannes Brahms flutt á tvennum tónleikum. Flytjendur eru Mótettukór Hallgrímskirkju, sem flytur nú verkið í fyrsta sinn og hljómsveit Kirkjulistahátíðar. Hljómsveitin er skipuð framúrskarandi tónlistarmönnum sem koma víðs vegar að og má þar nefna hornleikarana Thomas Müller og Jurij Alberto Meile sem leika á náttúruhorn auk ungra íslenskra einleikara sem stunda framhaldsnám erlendis. Stjórnandi er Hörður Áskelsson og einsöngvarar eru stórsöngvararnir Andreas Schmidt frá Þýskalandi og sópransöngkonan Birgitte Christenssen frá Noregi.

Hátíðin hófst á pálmasunnudag síðastliðinn og hefur staðið yfir alla páskahátíðina með daglegum viðburðum. Aðsókn hefur verið einstaklega góð, en rúmlega fimm þúsund manns hafa þegar sótt viðburði hátíðarinnar.

Tónleikarnir fara fram í dag og á morgun og hefjast stundvíslega klukkan 17.00 báða dagana. Miðar eru seldir í kirkjunni, á Midi.is og við innganginn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.