ÍSAL er lykileign í safni Rio Tinto 16. desember 2010 06:00 Tom Albanese, forstjóri Rio Tinto, gaf sér tíma til að setjast niður með blaðamönnum í setustofu á þriðju hæð í Iðnó í stuttri heimsókn hans hingað til lands. Hann hafði ekki komið hingað áður og kvaðst sjaldnast fá tækifæri til þess að skoða sig um á stöðugu flandri um heiminn, vinnu sinnar vegna. Útsýnið yfir nýlagða Tjörnina lét forstjórinn sér hins vegar vel líka. „Gullfallegt,“ sagði hann og hrósaði veðrinu. Fréttablaðið/GVA Tom Albanese, forstjóri fjölþjóðlega náma- og málmvinnslufyrirtækisins Rio Tinto, afhenti í gær álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík öryggisviðurkenningu samstæðunnar. Álverið er fyrst fyrirtækja Alcan, sem Rio Tinto keypti árið 2007, til þess að fá slík verðlaun. Með endursamningum um orkuverð fyrr á árinu jókst kostnaður álversins hér. Á móti kemur rekstraröryggi til langs tíma, segir forstjórinn. Árangur ÍSALs, álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík, á sviði öryggismála gaf Tom Albanese, forstjóra Rio Tinto, tilefni til að sækja landið heim og fagna góðum árangri með starfsfólki. „Alls staðar í Rio Tinto vinnum við að innleiðingu ferla sem miða að því að engin slys eigi sér stað,“ segir Albanese. Síðasta áratug segir forstjóri Rio Tinto að undraverður árangur hafi náðst á sviði öryggismála hjá fyrirtækjasamstæðunni allri. Fyrir þann tíma hafi hins vegar ekki verið lögð jafnrík áhersla á öryggismálin og ef til vill hafi menn þá litið svo á í stefnumörkun að eitthvert hlutfall slysa væri óhjákvæmilegur hluti af námarekstri og málmvinnslu. Hugarfarsbreyting eftir slysTom Albanese Forstjóri Rio Tinto kveðst þess fullviss að fyrirtækjasamstæða hans framfylgi ströngustu öryggiskröfum sem um getur í námavinnslu og málmiðnaði. „Niðurnegldir verkferlar tryggja öryggi,“ segir hann.Fréttablaðið/GVA„En á þessu tímabili hefur verið tekin upp sú stefna að ýta undir öryggismál á öllum stigum og verðlauna árangur þar sem vel tekst til,“ segir Albanese, sem rekur hugarfarsbreytinguna hjá fyrirtækinu til öryggismála til hörmulegs slyss í Austurríki árið 1998. „Þá lokaðist maður í námagöngum vegna hruns í námunni. Honum var reyndar bjargað, en frekara hrun varð níu björgunarmönnum að bana. Þetta varð öllu fyrirtækinu vitundarvakning.“ Albanese segir slys áður hafa verið nokkuð tíð hjá samstæðunni, en það sé gjörbreytt núna. Svipuð þróun hafi síðan átt sér stað hjá fyrri eigendum álversins í Straumsvík og því sé myndin góð þegar horft sé yfir árangur síðustu tíu ára í öryggismálum hér. „Ef ekki er horft til annars en fjölda slysa þá eru þau færri hjá okkur en í meðalbanka.“ Albanese segir jafnframt sérstakt tilefni til að fagna góðum árangri í álverinu hér, því þetta sé í fyrsta sinn sem fyrirtæki sem Rio Tinto keypti í samningunum við Alcan síðla árs 2007 fái þessa öryggisviðurkenningu. „Þetta eru því mikilvæg tímamót, einungis þremur árum eftir þau kaup,“ segir hann, en í gær fundaði hann jafnframt með starfsmönnum álversins í Straumsvík, fór yfir áherslur samstæðunnar í öryggismálum og svaraði spurningum þeirra. Hann segist meðal annars hafa verið spurður út í möguleikana á því að hefja framleiðslu á varningi úr áli hér á landi, en telur slíka vinnu utan sérsviðs Rio Tinto, sem sé að vinna hráefnið í framleiðsluna. „Við erum vissulega tilbúin að vinna með og styðja við bakið á fyrirtækjum sem kynnu að vilja koma hingað og hefja framleiðslu úr áli. Reynslan annars staðar hefur hins vegar verið að slík fyrirtæki sækja fremur í að byggja upp starfsemi þar sem klasar sambærilegra fyrirtækja hafa orðið til og það er á slíkum svæðum sem þau fyrirtæki sem mestum árangri hafa náð starfa. Gildir þá einu hvort horft er til framleiðslu úr áli eða annars iðnaðar. Þetta snýst um aðgengi að mörkuðum, tækniþekkingu og öðru slíku,“ segir hann. Því kunni framleiðsla í tengslum við stakt álver hér, þar sem eftir sem áður þurfi að senda framleiðsluna yfir á meginland Evrópu, að lúta í lægra haldi fyrir iðnsvæðum á borð við þau í Þýskalandi þegar slík fyrirtæki leiti sér að framleiðslustað. Sjálfbær þróun borgar sigTom Albanese forstjóri Rio Tinto setustofa Iðnó 3ja hæð blaðamannafundurRio Tinto hefur nýverið upplýst að til standi að selja hluta álvera fyrirtækisins, en þó hefur ekki verið tilgreint hver þeirra. Albanese tók hins vegar af allan vafa um að ekki stæði til að selja álverið í Straumsvík. „Ég lít á ÍSAL sem lykilþátt í eignasafni Rio Tinto. Við höfum lagt hér í umtalsverða fjárfestingu á þessu ári upp á 470 milljónir Bandaríkjadala og ég horfi til þess að ÍSAL verði hluti af kjarnastarfsemi Rio Tinto í álbræðslu næstu 25 árin hið minnsta.“ Ástæðu þess að álverið í Straumsvík leikur slíkt lykilhlutverk í framtíðaráætlunum Rio Tinto segir Albanese meðal annars vera að fyrirtækið ætli sér að eiga fyrirtæki í hæsta gæðaflokki á öllum sviðum starfsemi sinnar. „Við horfum til langtímaþróunar. Ef eignir fyrirtækisins eru stórar, endast í langan tíma og eru hagkvæmar í rekstri passa þær í eignasafn Rio Tinto.“ Albanese segir það eiga sérstaklega við í áliðnaði að ástæða sé til að horfa áratugi fram í tímann. „Við trúum því að verðmiði verði settur á kolefnisútblástur og við styðjum þá þróun. Af því leiðir að orka sem fengin er með vatnsafli eða án kolefnisútblásturs nýtur forskots í samkeppni. Það er ekki víst að fjárhagslegur ábati sé af því í dag, en við höfum trú á að sá tími muni koma.“ Þá leggur Albanese áherslu á að stefnumið fyrirtækisins í öryggismálum og samfélagsábyrgð og umhverfismálum passi við langtímaáherslur fyrirtækisins. „Þetta er hluti af sjálfbærri þróun og hún styður markmið fyrirtækisins um stórar langtímaeignir.“ Albanese bendir á að arðvænlegasti hluti Rio Tinto í fyrra hafi verið járngrýtisnámur í Ástralíu sem verið hafi til í 45 ár. „Og besta koparnáma okkar í Bandaríkjunum hefur verið til í 105 ár. Hér hefur staðið álver síðan 1969 og við viljum halda stöðu okkar á öllum þessum sviðum næstu fjörutíu til fimmtíu árin.“ Með þetta í huga virðist Albanese sáttur við það orkuverð sem fyrirtækið endursamdi um við Landsvirkjun fyrr á þessu ári. „Það jók við kostnað okkar,“ segir hann og kveður kostnaðinn nú nálægt pari við það sem gerist á meginlandi Evrópu. „En þá fengum við um leið rekstraröryggi næstu 25 árin. Þegar horft er fram í tímann í Evrópu er ljóst að sífellt verður erfiðara að ná slíku öryggi til lengri tíma.“ Heimsótti Mongólíu fyrir vikuAlbanese segir að í raun hafi þrennt mikilvægt átt sér hér stað á árinu. „Við framlengdum líftíma samninganna og það gaf okkur það öryggi sem þurfti til að fjárfesta enn frekar hér á landi. Milljónirnar 470 skiptast í tvær stórar fjárfestingar. Önnur var í framleiðsluaukningu í Straumsvík, sem kallar á meira afl en eykur um leið álframleiðsluna og bætir vinnsluna.“ Í þriðja lagi segir hann svo að lagt verði í uppfærslu á mótavinnslu álversins í Straumsvík. Það sé gert til þess að nýta megi sóknarfæri sem verði til þegar álver í Evrópu hætti framleiðslu eins og fyrirséð sé að muni gerast. Sú þróun sé þegar hafin með úreldingu kjarnorkuvera sem séð hafi álverum fyrir orku. „Þá munu sumir framleiðendur eiga í vandræðum með að útvega sér orku.“ Forstjóri Rio Tinto lét sér ekki bregða þó svo að snöggkólnaði í veðri meðan á heimsókn hans hingað til lands stóð. Hann hafði síðdegis í gær verið hér í tæpan sólarhring, en átti bókað flug af landi brott síðar um daginn. Albanese segir að sér lítist vel á landið og hugnist veðrið vel. „Þetta er ekki svo ólíkt því sem ég er vanur,“ segir hann og kveðst hafa búið í Alaska í fjórtán ár, þar af tólf í Fairbanks. „Veðrið hér er raunar mjög líkt því sem gerist í suðausturhluta Alaska.“ Þar, eins og hér, sveiflast veðrið sjaldan mjög langt frá frostmarki, en í Fairbanks, þar sem hann dvaldi lengst af og er í hánorðri, er veðrið ekki ósvipað og á Grænlandi. „Ég kann vel við mig á norðurslóðum og konan mín líka. Ég var hins vegar í Mongólíu í síðustu viku og þar verður kalt. Rok og tuttugu stiga frost.“ Í Mongólíu á Rio Tinto kopar- og gullnámur, en fyrirtækið teygir anga sína um heim allan. Fyrirtækið er með þeim stærstu í heimi og er til að mynda næststærsti framleiðandi járngrýtis í heiminum. Albanese segir fyrirtækið annað eða þriðja stærst á sviði álframleiðslu, þriðja stærsta fyrirtæki heims í framleiðslu demanta, það stærsta í framleiðslu títaníums og bórats, auk þess sem fyrirtækið framleiðir „asísk varmakol“ og úran sem notað er í kjarnorkuver. Ljóst má því vera að nokkrar annir fylgja því að stýra slíkri starfsemi. Tom Albanese þarf því ekki að hugsa sig lengi um þegar hann er spurður að því hvenær hann sjái næst fram á að fá að sækja Ísland heim. „Þegar ÍSAL vinnur næst öryggisverðlaun,“ svarar hann að bragði. Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Sjá meira
Tom Albanese, forstjóri fjölþjóðlega náma- og málmvinnslufyrirtækisins Rio Tinto, afhenti í gær álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík öryggisviðurkenningu samstæðunnar. Álverið er fyrst fyrirtækja Alcan, sem Rio Tinto keypti árið 2007, til þess að fá slík verðlaun. Með endursamningum um orkuverð fyrr á árinu jókst kostnaður álversins hér. Á móti kemur rekstraröryggi til langs tíma, segir forstjórinn. Árangur ÍSALs, álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík, á sviði öryggismála gaf Tom Albanese, forstjóra Rio Tinto, tilefni til að sækja landið heim og fagna góðum árangri með starfsfólki. „Alls staðar í Rio Tinto vinnum við að innleiðingu ferla sem miða að því að engin slys eigi sér stað,“ segir Albanese. Síðasta áratug segir forstjóri Rio Tinto að undraverður árangur hafi náðst á sviði öryggismála hjá fyrirtækjasamstæðunni allri. Fyrir þann tíma hafi hins vegar ekki verið lögð jafnrík áhersla á öryggismálin og ef til vill hafi menn þá litið svo á í stefnumörkun að eitthvert hlutfall slysa væri óhjákvæmilegur hluti af námarekstri og málmvinnslu. Hugarfarsbreyting eftir slysTom Albanese Forstjóri Rio Tinto kveðst þess fullviss að fyrirtækjasamstæða hans framfylgi ströngustu öryggiskröfum sem um getur í námavinnslu og málmiðnaði. „Niðurnegldir verkferlar tryggja öryggi,“ segir hann.Fréttablaðið/GVA„En á þessu tímabili hefur verið tekin upp sú stefna að ýta undir öryggismál á öllum stigum og verðlauna árangur þar sem vel tekst til,“ segir Albanese, sem rekur hugarfarsbreytinguna hjá fyrirtækinu til öryggismála til hörmulegs slyss í Austurríki árið 1998. „Þá lokaðist maður í námagöngum vegna hruns í námunni. Honum var reyndar bjargað, en frekara hrun varð níu björgunarmönnum að bana. Þetta varð öllu fyrirtækinu vitundarvakning.“ Albanese segir slys áður hafa verið nokkuð tíð hjá samstæðunni, en það sé gjörbreytt núna. Svipuð þróun hafi síðan átt sér stað hjá fyrri eigendum álversins í Straumsvík og því sé myndin góð þegar horft sé yfir árangur síðustu tíu ára í öryggismálum hér. „Ef ekki er horft til annars en fjölda slysa þá eru þau færri hjá okkur en í meðalbanka.“ Albanese segir jafnframt sérstakt tilefni til að fagna góðum árangri í álverinu hér, því þetta sé í fyrsta sinn sem fyrirtæki sem Rio Tinto keypti í samningunum við Alcan síðla árs 2007 fái þessa öryggisviðurkenningu. „Þetta eru því mikilvæg tímamót, einungis þremur árum eftir þau kaup,“ segir hann, en í gær fundaði hann jafnframt með starfsmönnum álversins í Straumsvík, fór yfir áherslur samstæðunnar í öryggismálum og svaraði spurningum þeirra. Hann segist meðal annars hafa verið spurður út í möguleikana á því að hefja framleiðslu á varningi úr áli hér á landi, en telur slíka vinnu utan sérsviðs Rio Tinto, sem sé að vinna hráefnið í framleiðsluna. „Við erum vissulega tilbúin að vinna með og styðja við bakið á fyrirtækjum sem kynnu að vilja koma hingað og hefja framleiðslu úr áli. Reynslan annars staðar hefur hins vegar verið að slík fyrirtæki sækja fremur í að byggja upp starfsemi þar sem klasar sambærilegra fyrirtækja hafa orðið til og það er á slíkum svæðum sem þau fyrirtæki sem mestum árangri hafa náð starfa. Gildir þá einu hvort horft er til framleiðslu úr áli eða annars iðnaðar. Þetta snýst um aðgengi að mörkuðum, tækniþekkingu og öðru slíku,“ segir hann. Því kunni framleiðsla í tengslum við stakt álver hér, þar sem eftir sem áður þurfi að senda framleiðsluna yfir á meginland Evrópu, að lúta í lægra haldi fyrir iðnsvæðum á borð við þau í Þýskalandi þegar slík fyrirtæki leiti sér að framleiðslustað. Sjálfbær þróun borgar sigTom Albanese forstjóri Rio Tinto setustofa Iðnó 3ja hæð blaðamannafundurRio Tinto hefur nýverið upplýst að til standi að selja hluta álvera fyrirtækisins, en þó hefur ekki verið tilgreint hver þeirra. Albanese tók hins vegar af allan vafa um að ekki stæði til að selja álverið í Straumsvík. „Ég lít á ÍSAL sem lykilþátt í eignasafni Rio Tinto. Við höfum lagt hér í umtalsverða fjárfestingu á þessu ári upp á 470 milljónir Bandaríkjadala og ég horfi til þess að ÍSAL verði hluti af kjarnastarfsemi Rio Tinto í álbræðslu næstu 25 árin hið minnsta.“ Ástæðu þess að álverið í Straumsvík leikur slíkt lykilhlutverk í framtíðaráætlunum Rio Tinto segir Albanese meðal annars vera að fyrirtækið ætli sér að eiga fyrirtæki í hæsta gæðaflokki á öllum sviðum starfsemi sinnar. „Við horfum til langtímaþróunar. Ef eignir fyrirtækisins eru stórar, endast í langan tíma og eru hagkvæmar í rekstri passa þær í eignasafn Rio Tinto.“ Albanese segir það eiga sérstaklega við í áliðnaði að ástæða sé til að horfa áratugi fram í tímann. „Við trúum því að verðmiði verði settur á kolefnisútblástur og við styðjum þá þróun. Af því leiðir að orka sem fengin er með vatnsafli eða án kolefnisútblásturs nýtur forskots í samkeppni. Það er ekki víst að fjárhagslegur ábati sé af því í dag, en við höfum trú á að sá tími muni koma.“ Þá leggur Albanese áherslu á að stefnumið fyrirtækisins í öryggismálum og samfélagsábyrgð og umhverfismálum passi við langtímaáherslur fyrirtækisins. „Þetta er hluti af sjálfbærri þróun og hún styður markmið fyrirtækisins um stórar langtímaeignir.“ Albanese bendir á að arðvænlegasti hluti Rio Tinto í fyrra hafi verið járngrýtisnámur í Ástralíu sem verið hafi til í 45 ár. „Og besta koparnáma okkar í Bandaríkjunum hefur verið til í 105 ár. Hér hefur staðið álver síðan 1969 og við viljum halda stöðu okkar á öllum þessum sviðum næstu fjörutíu til fimmtíu árin.“ Með þetta í huga virðist Albanese sáttur við það orkuverð sem fyrirtækið endursamdi um við Landsvirkjun fyrr á þessu ári. „Það jók við kostnað okkar,“ segir hann og kveður kostnaðinn nú nálægt pari við það sem gerist á meginlandi Evrópu. „En þá fengum við um leið rekstraröryggi næstu 25 árin. Þegar horft er fram í tímann í Evrópu er ljóst að sífellt verður erfiðara að ná slíku öryggi til lengri tíma.“ Heimsótti Mongólíu fyrir vikuAlbanese segir að í raun hafi þrennt mikilvægt átt sér hér stað á árinu. „Við framlengdum líftíma samninganna og það gaf okkur það öryggi sem þurfti til að fjárfesta enn frekar hér á landi. Milljónirnar 470 skiptast í tvær stórar fjárfestingar. Önnur var í framleiðsluaukningu í Straumsvík, sem kallar á meira afl en eykur um leið álframleiðsluna og bætir vinnsluna.“ Í þriðja lagi segir hann svo að lagt verði í uppfærslu á mótavinnslu álversins í Straumsvík. Það sé gert til þess að nýta megi sóknarfæri sem verði til þegar álver í Evrópu hætti framleiðslu eins og fyrirséð sé að muni gerast. Sú þróun sé þegar hafin með úreldingu kjarnorkuvera sem séð hafi álverum fyrir orku. „Þá munu sumir framleiðendur eiga í vandræðum með að útvega sér orku.“ Forstjóri Rio Tinto lét sér ekki bregða þó svo að snöggkólnaði í veðri meðan á heimsókn hans hingað til lands stóð. Hann hafði síðdegis í gær verið hér í tæpan sólarhring, en átti bókað flug af landi brott síðar um daginn. Albanese segir að sér lítist vel á landið og hugnist veðrið vel. „Þetta er ekki svo ólíkt því sem ég er vanur,“ segir hann og kveðst hafa búið í Alaska í fjórtán ár, þar af tólf í Fairbanks. „Veðrið hér er raunar mjög líkt því sem gerist í suðausturhluta Alaska.“ Þar, eins og hér, sveiflast veðrið sjaldan mjög langt frá frostmarki, en í Fairbanks, þar sem hann dvaldi lengst af og er í hánorðri, er veðrið ekki ósvipað og á Grænlandi. „Ég kann vel við mig á norðurslóðum og konan mín líka. Ég var hins vegar í Mongólíu í síðustu viku og þar verður kalt. Rok og tuttugu stiga frost.“ Í Mongólíu á Rio Tinto kopar- og gullnámur, en fyrirtækið teygir anga sína um heim allan. Fyrirtækið er með þeim stærstu í heimi og er til að mynda næststærsti framleiðandi járngrýtis í heiminum. Albanese segir fyrirtækið annað eða þriðja stærst á sviði álframleiðslu, þriðja stærsta fyrirtæki heims í framleiðslu demanta, það stærsta í framleiðslu títaníums og bórats, auk þess sem fyrirtækið framleiðir „asísk varmakol“ og úran sem notað er í kjarnorkuver. Ljóst má því vera að nokkrar annir fylgja því að stýra slíkri starfsemi. Tom Albanese þarf því ekki að hugsa sig lengi um þegar hann er spurður að því hvenær hann sjái næst fram á að fá að sækja Ísland heim. „Þegar ÍSAL vinnur næst öryggisverðlaun,“ svarar hann að bragði.
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Sjá meira