Bankarnir skríða saman eftir hrun 9. desember 2010 05:30 Elín Jónsdóttir Viðskiptabankarnir þrír sem féllu fyrir rétt rúmum tveimur árum eru að taka við sér. Tekjur af reglulegri starfsemi hafa aukist en eftirspurn eftir lánsfé er lítil. Forstjóri bankasýslu ríkisins segir bankana verða að samræma uppgjör sín. Viðskiptabankarnir þrír högnuðust samtals um 35 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Þriðji ársfjórðungur var bönkunum erfiður; hann einkenndist öðru fremur af tengdum málum; óvissu um útreikning á gengistryggðum lánum eftir dóm Hæstaréttar í júní og úrlausn á skuldavanda heimilanna, og setti skarð í rekstrarniðurstöðu þeirra. Afkomutölur bankanna sýna ástandið öðru fremur. Ætla má að hagnaður þeirra þriggja hafi numið rétt rúmum 1,4 milljörðum króna að meðaltali á mánuði frá janúar til júníloka sem er sambærilegur meðalhagnaður á mánuði og í fyrra. Á þriðja ársfjórðungi var meðalhagnaður bankanna um fjögur hundruð milljónum krónum minni að meðaltali á mánuði til loka september, en á fyrsta árshelmingi. Léleg afkoma í fyrraÍ fyrsta mati Bankasýslu ríkisins í júlí kom fram að bankakerfið væri enn of stórt og arðsemi Arion banka og Landsbankans væri langt undir því sem undir venjulegum kringumstæðum sé krafist. Þá kom fram að þótt hagnaður bankanna hafi numið 51 milljarði króna í fyrra skrifist stór hluti af tekjum þeirra á endurmat á bókfærðu virði eigna við yfirfærslu frá gömlu bankanna til þeirra nýju. Færslan fór fram með töluverðum „afslætti" frá bókfærðu virði. Áhrifin komu skýrt fram í uppgjöri Landsbankans í fyrra auk þess sem gengisbreytingar höfðu neikvæð áhrif á afkomu bankans. Gengissveiflur höfðu jákvæð áhrif á afkomu Arion banka og Íslandsbanka. Staðan að batnaElín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslu ríkisins, segir rekstur bankanna hafa batnað verulega á fyrri hluta árs. Vísbendingar eru um að sú þróun muni halda áfram til áramóta. „Arion virðist halda sínu striki en Landsbankinn átt erfiðari þriðja ársfjórðung," segir hún. Bankasýslan hefur pælt sig í gegnum uppgjör bankanna frá áramótum til septemberloka og skoðað grunnrekstur þeirra í samanburði við síðasta ár. Niðurstaðan er sú að afkoma bankanna af reglulegum rekstri hefur batnað verulega hjá þeim bönkum sem verst stóðu í fyrra á meðan rekstur Íslandsbanka virðist í jafnvægi. Stoðirnar styrkariEins og áður sagði setti Bankasýslan varnagla við arðsemi bankanna af reglulegum rekstri. Lægst var arðsemin hjá Landsbankanum í fyrra en mest hjá Íslandsbanka. Arðsemi Íslandsbanka í fyrra stakk í stúf og gerir enn. Elín bendir á að ekki hafi orðið mikil leiðrétting eftir að tillit var tekið til óreglulegra liða og endurmats eigna. „Það skýrðist að einhverju leyti af því hvernig vaxtatekjur eru reiknaðar. Þetta eru áhrif af mismunandi samningum við sölu á eignum gömlu og nýju bankanna," segir hún en bætir við að bankarnir sem eigi að koma undan uppstokkun fjármálageirans verða að vera traustir og öflugir. Það sé eina leiðin til að tryggja að þeir geti miðlað fjármagni með hagkvæmum hætti. Elín bendir á að áhrif af endurmati eigna gæti enn í töluverðum mæli. Hjá Íslandsbanka kemur það m.a. fram í miklum vaxtamun, sem var 5,7 prósent, eða rúmum 110 prósentum hærri en hjá Landsbankanum. Þessi mikli munur veldur því meðal annars að arðsemi Íslandsbanka er mun hærri en hinna bankanna þrátt fyrir hátt eiginfjárhlutfall, en hátt eiginfjárhlutfall geri bönkum alla jafna erfiðara um vik að halda uppi hárri arðsemi.„Há arðsemi þarf ekki að koma á óvart. Þegar bankar hafa verið endurreistir eða stofnaðir á grunni gamalla banka, eignasafn fært á milli þeirra og mikið afskrifað á meðan óvissa ríkir um verðmæti þess þá er ekki óeðlilegt að sjá mikla arðsemi," segir hún og bætir við að það segi þó ekki mikið um reksturinn sjálfan. Elín telur að áhrifanna af eignatilfærslunni geti gætt í uppgjörum bankanna enn um sinn þótt þau muni hafa lítið að segja um rekstur þeirra til lengri tíma litið. Óskýr og misjöfn uppgjörÞeir sem rætt hefur verið í tengslum við málið segja uppgjör bankanna óskýr og erfitt að átta sig á þeim. Bankastjórarnir þrír, þau Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, og Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, taka undir þetta. Þau benda í grófum dráttum á að samningar um kaup á eignum gömlu bankanna séu misjafnir og gefi því nokkuð skakka mynd af afkomunni. Ljúka verði við endurskipulagningu lánasafna, bæði til heimila og fyrirtækja, og hreinsa eignir út úr efnahagsreikningi bankanna áður en hægt verði að sjá nokkuð hreinræktaðan efnahagsreikning. Þau telja öll fyrstu vísbendingarnar sjást um mitt næsta ár. Hugsanlega ljúki ekki vinnunni fyrr en undir lok árs 2013. Allt fer þetta eftir því hvort viðskiptavinir bankanna hafa nýtt sér þau greiðsluúrræði sem staðið hafa til boða eður ei. Reikna má með að úrræðin tefji fyrir. Elín segir æskilegt að bankarnir greini á milli áhrifanna af endurmati á yfirteknu eignasafni og hvað tilheyri afkomu af reglulegum rekstri. „Bankar eru flókin fyrirtæki en upplýsingagjöfin þarf ekki endilega að vera það. Ég held að bæta megi upplýsingagjöfina," segir Elín og áréttar að í nágrannalöndunum birti fjármálafyrirtæki mjög greinargóðar upplýsingar. Þótt það eigi við skráð fyrirtæki megi nýta tækifærið nú til að til að gera upplýsingar íslenskra banka jafn góðar. „Þetta eru miklir breytingatímar og sennilega engin forskrift að þeim hjá bönkunum. En ég held að við ættum að vera að fikra okkur að því að þetta verði samanburðarhæfar upplýsingar." Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Viðskiptabankarnir þrír sem féllu fyrir rétt rúmum tveimur árum eru að taka við sér. Tekjur af reglulegri starfsemi hafa aukist en eftirspurn eftir lánsfé er lítil. Forstjóri bankasýslu ríkisins segir bankana verða að samræma uppgjör sín. Viðskiptabankarnir þrír högnuðust samtals um 35 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Þriðji ársfjórðungur var bönkunum erfiður; hann einkenndist öðru fremur af tengdum málum; óvissu um útreikning á gengistryggðum lánum eftir dóm Hæstaréttar í júní og úrlausn á skuldavanda heimilanna, og setti skarð í rekstrarniðurstöðu þeirra. Afkomutölur bankanna sýna ástandið öðru fremur. Ætla má að hagnaður þeirra þriggja hafi numið rétt rúmum 1,4 milljörðum króna að meðaltali á mánuði frá janúar til júníloka sem er sambærilegur meðalhagnaður á mánuði og í fyrra. Á þriðja ársfjórðungi var meðalhagnaður bankanna um fjögur hundruð milljónum krónum minni að meðaltali á mánuði til loka september, en á fyrsta árshelmingi. Léleg afkoma í fyrraÍ fyrsta mati Bankasýslu ríkisins í júlí kom fram að bankakerfið væri enn of stórt og arðsemi Arion banka og Landsbankans væri langt undir því sem undir venjulegum kringumstæðum sé krafist. Þá kom fram að þótt hagnaður bankanna hafi numið 51 milljarði króna í fyrra skrifist stór hluti af tekjum þeirra á endurmat á bókfærðu virði eigna við yfirfærslu frá gömlu bankanna til þeirra nýju. Færslan fór fram með töluverðum „afslætti" frá bókfærðu virði. Áhrifin komu skýrt fram í uppgjöri Landsbankans í fyrra auk þess sem gengisbreytingar höfðu neikvæð áhrif á afkomu bankans. Gengissveiflur höfðu jákvæð áhrif á afkomu Arion banka og Íslandsbanka. Staðan að batnaElín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslu ríkisins, segir rekstur bankanna hafa batnað verulega á fyrri hluta árs. Vísbendingar eru um að sú þróun muni halda áfram til áramóta. „Arion virðist halda sínu striki en Landsbankinn átt erfiðari þriðja ársfjórðung," segir hún. Bankasýslan hefur pælt sig í gegnum uppgjör bankanna frá áramótum til septemberloka og skoðað grunnrekstur þeirra í samanburði við síðasta ár. Niðurstaðan er sú að afkoma bankanna af reglulegum rekstri hefur batnað verulega hjá þeim bönkum sem verst stóðu í fyrra á meðan rekstur Íslandsbanka virðist í jafnvægi. Stoðirnar styrkariEins og áður sagði setti Bankasýslan varnagla við arðsemi bankanna af reglulegum rekstri. Lægst var arðsemin hjá Landsbankanum í fyrra en mest hjá Íslandsbanka. Arðsemi Íslandsbanka í fyrra stakk í stúf og gerir enn. Elín bendir á að ekki hafi orðið mikil leiðrétting eftir að tillit var tekið til óreglulegra liða og endurmats eigna. „Það skýrðist að einhverju leyti af því hvernig vaxtatekjur eru reiknaðar. Þetta eru áhrif af mismunandi samningum við sölu á eignum gömlu og nýju bankanna," segir hún en bætir við að bankarnir sem eigi að koma undan uppstokkun fjármálageirans verða að vera traustir og öflugir. Það sé eina leiðin til að tryggja að þeir geti miðlað fjármagni með hagkvæmum hætti. Elín bendir á að áhrif af endurmati eigna gæti enn í töluverðum mæli. Hjá Íslandsbanka kemur það m.a. fram í miklum vaxtamun, sem var 5,7 prósent, eða rúmum 110 prósentum hærri en hjá Landsbankanum. Þessi mikli munur veldur því meðal annars að arðsemi Íslandsbanka er mun hærri en hinna bankanna þrátt fyrir hátt eiginfjárhlutfall, en hátt eiginfjárhlutfall geri bönkum alla jafna erfiðara um vik að halda uppi hárri arðsemi.„Há arðsemi þarf ekki að koma á óvart. Þegar bankar hafa verið endurreistir eða stofnaðir á grunni gamalla banka, eignasafn fært á milli þeirra og mikið afskrifað á meðan óvissa ríkir um verðmæti þess þá er ekki óeðlilegt að sjá mikla arðsemi," segir hún og bætir við að það segi þó ekki mikið um reksturinn sjálfan. Elín telur að áhrifanna af eignatilfærslunni geti gætt í uppgjörum bankanna enn um sinn þótt þau muni hafa lítið að segja um rekstur þeirra til lengri tíma litið. Óskýr og misjöfn uppgjörÞeir sem rætt hefur verið í tengslum við málið segja uppgjör bankanna óskýr og erfitt að átta sig á þeim. Bankastjórarnir þrír, þau Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, og Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, taka undir þetta. Þau benda í grófum dráttum á að samningar um kaup á eignum gömlu bankanna séu misjafnir og gefi því nokkuð skakka mynd af afkomunni. Ljúka verði við endurskipulagningu lánasafna, bæði til heimila og fyrirtækja, og hreinsa eignir út úr efnahagsreikningi bankanna áður en hægt verði að sjá nokkuð hreinræktaðan efnahagsreikning. Þau telja öll fyrstu vísbendingarnar sjást um mitt næsta ár. Hugsanlega ljúki ekki vinnunni fyrr en undir lok árs 2013. Allt fer þetta eftir því hvort viðskiptavinir bankanna hafa nýtt sér þau greiðsluúrræði sem staðið hafa til boða eður ei. Reikna má með að úrræðin tefji fyrir. Elín segir æskilegt að bankarnir greini á milli áhrifanna af endurmati á yfirteknu eignasafni og hvað tilheyri afkomu af reglulegum rekstri. „Bankar eru flókin fyrirtæki en upplýsingagjöfin þarf ekki endilega að vera það. Ég held að bæta megi upplýsingagjöfina," segir Elín og áréttar að í nágrannalöndunum birti fjármálafyrirtæki mjög greinargóðar upplýsingar. Þótt það eigi við skráð fyrirtæki megi nýta tækifærið nú til að til að gera upplýsingar íslenskra banka jafn góðar. „Þetta eru miklir breytingatímar og sennilega engin forskrift að þeim hjá bönkunum. En ég held að við ættum að vera að fikra okkur að því að þetta verði samanburðarhæfar upplýsingar."
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira