Íslenskir kylfingar ósáttir við að klukkunni verði seinkað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2010 19:15 Stjórn Golfsambands Íslands er allt annað en sátt við frumvarp um að seinka klukkunni á Íslandi og segir að það muni skerða tíma til golfiðkunar á sumrin. Skiptar skoðanir eru meðal almennings um klukkufrumvarpið svokallaða sem lagt var fram á Alþingi á dögunum en í því er lagt til að klukkunni verði seinkað um einn tíma af ýmsum ástæðum. Ef frumvarpið verður samþykkt þurfa kylfingar á Íslandi að hætta að spila golf fyrr á kvöldin í kringum þann takmarkaða tíma á sumrin sem hægt er að spila golf allan sólarhringinn. Þetta er áhyggjuefni hjá golfsambandinu þar sem málið var til umræðu á stjórnarfundi um helgina. „Flestir spila golf eftir vinnu og það er ákveðin sérstaða hér á Íslandi hvað menn geta spilað lengi. Við erum með stuttan spilatíma þannig að þetta myndi skerða þá nýtingu. Maður myndi halda í því árferði sem er þá þurfum við að leita allra hagræðinga," sagði Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ, í samtali við Hans Steinar Bjarnason í kvöldfréttum Stöðvar 2 en það má sjá fréttina með því að smella hér fyrir ofan. Hörður segir þetta kosta breytingar á bókunarkerfum og skapa vannýtingu á mannvirkjum eins og íþróttamannvirkjum og að það sé ekki tímabært í árferðinu sem er í dag. Þetta hefur líka áhrif á miðnæturgolfið sem er orðið vinsælla og vinsælla með hverju árinu. „Við höfum verið að markaðssetja íslenskt golf erlendis og við teljum að þarna sé verið að skerða þá möguleika. Útlendingar hafa mjög gaman að því að spila hér á kvöldin og inn þessar sumarnætur okkar. Þarna verður tekjuskerðing hjá klúbbunum," sagði Hörður. Golfsambandið ætlar að koma athugasemdum sínum til þingmanna á næstu dögum. „Okkur finnst eðlilegt að þeir fái að heyra af þeim áhyggjum sem hafa komið upp innan hreyfingarinnar og meti þær síðan þegar þeir ákveða hvort að þessar breytingar séu skynsamlegar eða ekki. Þetta gæti líka verið spurning um að vera með sumartíma og vetrartíma," sagði Hörður. Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Stjórn Golfsambands Íslands er allt annað en sátt við frumvarp um að seinka klukkunni á Íslandi og segir að það muni skerða tíma til golfiðkunar á sumrin. Skiptar skoðanir eru meðal almennings um klukkufrumvarpið svokallaða sem lagt var fram á Alþingi á dögunum en í því er lagt til að klukkunni verði seinkað um einn tíma af ýmsum ástæðum. Ef frumvarpið verður samþykkt þurfa kylfingar á Íslandi að hætta að spila golf fyrr á kvöldin í kringum þann takmarkaða tíma á sumrin sem hægt er að spila golf allan sólarhringinn. Þetta er áhyggjuefni hjá golfsambandinu þar sem málið var til umræðu á stjórnarfundi um helgina. „Flestir spila golf eftir vinnu og það er ákveðin sérstaða hér á Íslandi hvað menn geta spilað lengi. Við erum með stuttan spilatíma þannig að þetta myndi skerða þá nýtingu. Maður myndi halda í því árferði sem er þá þurfum við að leita allra hagræðinga," sagði Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ, í samtali við Hans Steinar Bjarnason í kvöldfréttum Stöðvar 2 en það má sjá fréttina með því að smella hér fyrir ofan. Hörður segir þetta kosta breytingar á bókunarkerfum og skapa vannýtingu á mannvirkjum eins og íþróttamannvirkjum og að það sé ekki tímabært í árferðinu sem er í dag. Þetta hefur líka áhrif á miðnæturgolfið sem er orðið vinsælla og vinsælla með hverju árinu. „Við höfum verið að markaðssetja íslenskt golf erlendis og við teljum að þarna sé verið að skerða þá möguleika. Útlendingar hafa mjög gaman að því að spila hér á kvöldin og inn þessar sumarnætur okkar. Þarna verður tekjuskerðing hjá klúbbunum," sagði Hörður. Golfsambandið ætlar að koma athugasemdum sínum til þingmanna á næstu dögum. „Okkur finnst eðlilegt að þeir fái að heyra af þeim áhyggjum sem hafa komið upp innan hreyfingarinnar og meti þær síðan þegar þeir ákveða hvort að þessar breytingar séu skynsamlegar eða ekki. Þetta gæti líka verið spurning um að vera með sumartíma og vetrartíma," sagði Hörður.
Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira