Spá: Ársverðbólgan eitt prósent á næsta ári 12. nóvember 2010 14:25 Greining Arion banka spáir því að ársverðbólgan minnki niður í eitt prósentustig á næstu þremur mánuðum. Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningarinnar. „Segja má að verðbólgumælingin í október hafi valdið markaðsaðilum nokkrum vonbrigðum enda voru verðbólgutölur í hærri kantinum, miðað við það sem verið hefur, jafnvel þótt horft sé framhjá áhrifum vegna gjaldskrárhækkana hjá OR," segir í Markaðspunktunum. „Við teljum þetta þó aðeins vera tímabundið bakslag og eru verðbólguhorfur afar hagstæðar á næstu mánuðum, enda fáir verðbólguvaldar til staðar. Líklegt er að gengisstyrking krónunnar og erfitt árferði muni spila stærra hlutverk en áður í þeim mælingum sem framundan eru. Líklega þarf ekki að horfa lengra en þrjá mánuði fram í tímann til að sjá ársverðbólguna ganga niður í rúmlega eitt prósentustig - jafnframt teljum við að verðbólgan muni sveiflast í kringum svipað gildi á næsta ári." Í Markaðspunktunum eru síðan raktar helstu forsendur fyrir þessari verðbólguspá. Þær eru: „Áframhaldandi slaki verður í hagkerfinu og kaupmáttur heimila lítill. Í því umhverfi sem nú er má gera ráð fyrir litlum sem engum eftirspurnarþrýstingi í hagkerfinu. Útlit er fyrir að svo verði áfram út næsta ár. Launahækkunum verður stillt í hóf og atvinnuleysi helst áfram hátt. Lítil hætta er því á kostnaðarverðbólgu vegna launahækkana. Krónan helst stöðug. Við gefum okkur að gjaldeyrishöftin verði áfram til staðar og aflétting hafta muni eiga sér stað í afar smáum skrefum. Því er fátt sem bendir til stórvægilegra breytinga á gengi krónunnar á næstu misserum. Skatta- og gjaldskrárhækkanir. Gert er ráð fyrir að skatthækkanir verði heldur minni á næsta ári, eru heildaráhrifin metin í kringum 0,25% á árinu 2010 og 0,1% á árinu 2011 (m.v. mat Seðlabankans í nýjustu Peningamálum). Þá er gert ráð fyrir frekari gjaldskrárhækkunum hjá sveitarfélögum og kemur meginþungi þeirra fram á fyrsta ársfjórðungi 2011. Húsnæðisliðurinn hefur engin áhrif á næsta ári. Frá hruni hefur húsnæðisliðurinn einungis dregið verðbólguna niður um rúmlega 2% en á sama tíma hefur verðlag hækkað um rúmlega 13%. Hugsanlega er um vanmat að ræða á húsnæðisverðslækkunum um þessar mundir, enda afar fáar mælingar á bakvið hverja mælingu sem skapar ákveðinn mælingarvanda. Við erum því afar varfærin í spá okkar um húsnæðislið VNV og teljum að hann muni hafa takmörkuð áhrif á verðbólguna á næsta ári, þ.e. hvorki til hækkunar né lækkunar. Auðveldlega má þó færa rök fyrir því að sú spáforsenda sé í bjartsýnari kantinum einkum ef kaupsamningum fer að fjölga að einhverju ráði. Líkur eru á því að auknar veltutölur muni endurspegla lækkandi fasteignaverð." Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Greining Arion banka spáir því að ársverðbólgan minnki niður í eitt prósentustig á næstu þremur mánuðum. Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningarinnar. „Segja má að verðbólgumælingin í október hafi valdið markaðsaðilum nokkrum vonbrigðum enda voru verðbólgutölur í hærri kantinum, miðað við það sem verið hefur, jafnvel þótt horft sé framhjá áhrifum vegna gjaldskrárhækkana hjá OR," segir í Markaðspunktunum. „Við teljum þetta þó aðeins vera tímabundið bakslag og eru verðbólguhorfur afar hagstæðar á næstu mánuðum, enda fáir verðbólguvaldar til staðar. Líklegt er að gengisstyrking krónunnar og erfitt árferði muni spila stærra hlutverk en áður í þeim mælingum sem framundan eru. Líklega þarf ekki að horfa lengra en þrjá mánuði fram í tímann til að sjá ársverðbólguna ganga niður í rúmlega eitt prósentustig - jafnframt teljum við að verðbólgan muni sveiflast í kringum svipað gildi á næsta ári." Í Markaðspunktunum eru síðan raktar helstu forsendur fyrir þessari verðbólguspá. Þær eru: „Áframhaldandi slaki verður í hagkerfinu og kaupmáttur heimila lítill. Í því umhverfi sem nú er má gera ráð fyrir litlum sem engum eftirspurnarþrýstingi í hagkerfinu. Útlit er fyrir að svo verði áfram út næsta ár. Launahækkunum verður stillt í hóf og atvinnuleysi helst áfram hátt. Lítil hætta er því á kostnaðarverðbólgu vegna launahækkana. Krónan helst stöðug. Við gefum okkur að gjaldeyrishöftin verði áfram til staðar og aflétting hafta muni eiga sér stað í afar smáum skrefum. Því er fátt sem bendir til stórvægilegra breytinga á gengi krónunnar á næstu misserum. Skatta- og gjaldskrárhækkanir. Gert er ráð fyrir að skatthækkanir verði heldur minni á næsta ári, eru heildaráhrifin metin í kringum 0,25% á árinu 2010 og 0,1% á árinu 2011 (m.v. mat Seðlabankans í nýjustu Peningamálum). Þá er gert ráð fyrir frekari gjaldskrárhækkunum hjá sveitarfélögum og kemur meginþungi þeirra fram á fyrsta ársfjórðungi 2011. Húsnæðisliðurinn hefur engin áhrif á næsta ári. Frá hruni hefur húsnæðisliðurinn einungis dregið verðbólguna niður um rúmlega 2% en á sama tíma hefur verðlag hækkað um rúmlega 13%. Hugsanlega er um vanmat að ræða á húsnæðisverðslækkunum um þessar mundir, enda afar fáar mælingar á bakvið hverja mælingu sem skapar ákveðinn mælingarvanda. Við erum því afar varfærin í spá okkar um húsnæðislið VNV og teljum að hann muni hafa takmörkuð áhrif á verðbólguna á næsta ári, þ.e. hvorki til hækkunar né lækkunar. Auðveldlega má þó færa rök fyrir því að sú spáforsenda sé í bjartsýnari kantinum einkum ef kaupsamningum fer að fjölga að einhverju ráði. Líkur eru á því að auknar veltutölur muni endurspegla lækkandi fasteignaverð."
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira