Viðskipti innlent

Hollendingar ekki fengið neina beiðni um viðræður

Hollensk stjórnvöld hafa hingað til ekki fengið neinar formlegar beiðnir frá íslenskum stjórnvöldum um nýjar samningaviðræður um Icesave.

Þetta kemur fram í frétt frá Reuters í dag. Þetta er haft eftir Wouter Bos fjármálaráðherra Hollands. Bos segir að hollensk stjórnvöld muni ekki hafa frumkvæði að því að óska eftir viðræðum um nýjan Icesave-samning.

Í bréfi sem Bos hefur ritað hollenska þinginu segir m.a. að hann skilji þá erfiðu stöðu sem komin er upp á Íslandi. Hinsvegar verði Hollendingar að bíða eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×