Innlent

Strandveiðimönnum er heimilt að veiða makríl

Strandveiðimönnum er heimilt að veiða makríl en í frétt á Vísi fyrr í dag var því haldið fram að þeir mættu ekki hirða fiskinn og ekki heldur henda honum. Ari Matthíasson, upplýsingafulltrúi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins, segir þetta ekki rétt. Strandveiðibátum er heimilt að veiða 650 þorskígildi í hverjum túr og gildir þá einu hvers kyns afla er um að ræða. Ari bendir á að stuðullinn fyrir makríl sé 0,13 og því gæti strandveiðibátur veitt fimm tonn af makríl ef ekkert annað kæmi á krókinn.

Ari bendir á að ástæðan fyrir því að ákveðið hafi verið að miða við þorskígildi þegar lög um strandveiðar voru sett hafi einmitt verið sú að tryggja að allur afli kæmi að landi.




Tengdar fréttir

Makríllinn setur strandveiðimenn í bobba

Strandveiðisjómenn eru komnir í þá klípu að mega hvorki hirða né henda þeim makríl, sem óhjákvæmilega slæðist á öngla þeirra við veiðar á öðrum tegundum. Þeir eru lögbrjótar, hvað sem þeir gera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×