Innlent

Stjórnendur á Héraði hætta

Frá Fljótsdalshéraði Egilsstaðir í forgrunni og Fellabær í baksýn.
Frá Fljótsdalshéraði Egilsstaðir í forgrunni og Fellabær í baksýn.
Bæjarfulltrúar L-lista og D-lista í Fljótsdalshéraði segja að rekja megi uppsagnir þriggja stjórnenda hjá bæjarfélaginu til ummæla fulltrúa B-lista og Á-lista fyrir kosningar. Þetta kemur fram í blaðinu Austurglugganum.

D-listi og L-listi voru í meirihluta fyrir kosningarnar en eru nú í minnihluta. Fulltrúi minnihlutans segir í samtali við Austurgluggann að fulltrúar núverandi meirihluta hafi sagt „gífurlegan vöxt í stjórnsýslunni" þótt tölur segðu annað. Bæjarstarfsmenn hafi því verið uggandi. Formaður bæjarráðs segir að þótt gera eigi breytingar í stjórnsýslunni tilgreini starfsmennirnir aðrar ástæður í uppsagnarbréfum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×