Viðskipti innlent

Íbúðalánasjóður heldur óbreyttum vöxtum

Íbúðalánasjóður hefur í kjölfar útboðs á íbúðabréfum og í samræmi við breytingu á vaxtaálagi ákveðið að útlánavextir sjóðsins verði óbreyttir og verði því sem hér segir: Útlánavextir íbúðalána með uppgreiðsluákvæði verða 4,50% og 5,00% á íbúðalánum án uppgreiðsluákvæðis.

Þessi ákvörðun tekur gildi í dag, 9. ágúst 2010.

Í tilkynningu segir að vaxtaákvörðun Íbúðalánasjóðs byggi á ávöxtunarkröfu í útboði íbúðabréfa sem haldið var 6. ágúst s.l. ásamt vegnum fjármagnskostnaði uppgreiðslna ÍLS-veðbréfa. Vegnir vextir í útboðinu og uppgreiddra ÍLS-bréfa eru 3,58%.

Stjórn Íbúðalánasjóðs hefur lagt það til við félags- og tryggingamálaráðherra að hækka vaxtaálag sjóðsins um 0,10% og hefur ráðherra fallist á þá tillögu. Við breytingarnar verður vaxtaálag vegna rekstrar 0,45%, vegna útlánaáhættu 0,45% og vegna uppgreiðsluáhættu 0,50%.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×